Vetrarmót unglinga fór fram í TBR húsunum um helgina. Keppendur voru 110 talsins frá sjö félögum, þar af 34 frá BH. Skemmtilegur hrekkjavökubragur var á mótinu, salurinn skreyttur og starfsfólk í búningum. Okkar fólk stóð sig vel að venju og spilaði fjölmarga jafna og góða leiki. 22 verðlaun fóru með heim í Hafnarfjörð að móti loknu. Erik Valur Kjartansson náði þeim frábæra árangri að sigra þrefalt á mótinu en hann sigraði í einliðaleik og tvenndarleik í U13 og tvíliðaleik í U15. Tvíliðaleikinn spilaði hann með Sebastian Amor frá TBS og tvenndarleikin með Júlíu Marín frá Tindastól.
Verðlaunahafar BH á mótinu voru eftirfarandi:
Erik Valur Kjartansson, 1.sæti í einliða- og tvenndarleik í U13 og tvíliðaleik í U15
Birnir Hólm Bjarnason, 2.sæti í tvíliðaleik í U13
Hilmar Karl Kristjánsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U13
Lilja Guðrún Kristjánsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U13
Sigurður Bill Arnarsson, 2.sæti í einliðaleik í U13B
Lúðvík Kemp, 1.sæti í tvenndarleik og 2.sæti í einliðaleik í U15
Laufey Lára Haraldsdóttir, 1.sæti í tvenndarleik í U15
Dagur Örn Antonsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U15
Helgi Sigurgeirsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U15
Hákon Kemp, 2.sæti í tvenndarleik í U15
Matthildur Thea Helgadóttir, 2.sæti í tvenndarleik í U15
Stefán Logi Friðriksson, 2.sæti í einliða- og tvenndarleik í U17
Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í tvenndarleik í U17
Snædís Sól Ingimundardóttir, 1.sæti í einliðaleik í U17B
Þórdís María Róbertsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í U17B
Jón Víðir Heiðarsson, 2.sæti í tvenndarleik í U19
Lena Rut Gígja, 2.sæti í tvenndarleik í U19
Nánari úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com. Myndir frá mótinu má sjá á Facebook síðu TBR.
Takk fyrir þátttökuna og til hamingju með góðan árangur krakkar.
Myndir af verðlaunahöfum BH á mótinu:
Comments