Um helgina fer stærsti viðburður ársins hjá börnum og unglingum fram í TBR húsunum, Íslandsmóts unglinga 2024. Um 170 leikmenn frá 10 félögum eru skráðir til keppni, þar af 46 frá BH. Keppni hefst föstudaginn 5.apríl klukkan 17:30 og lýkur með undanúrslitum og úrslitum á sunnudag 7.apríl.
Gróf dagskrá mótsins er eftirfarandi:
Föstudaginn 5 apríl
kl. 17:30 - 21:00
U13, U15 og U17 keppa í einliða og tvenndarleik
Laugardaginn 6 apríl
kl. 09:00 - 18:00
Allir flokkar, spilað fram að undanúrslitum
Keppni í U11B kl.14:30 - 18:00
Sunnudaginn 7 apríl
kl. 9:00 - 12:00
Undanúrslit
kl. 12:30 - 16:30
Úrslit og verðlaunaafhendingar
Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér á tournamentsoftware.com. Leikir í U11B eru ekki birtir á tournamentsoftware, í þeim flokki mæta strákar kl.14:30 og stelpur 15:30 og verður keppni lokið eigi síðar en 18:00.
Keppendur þurfa að mæta í hús amk 30 mín fyrir áætlaðan leiktíma. Athugið að tímasetningar eru til viðmiðunar og gæti mótinu seinkað ef mikið verður um langa leiki. Gott er að kíkja á dagskrá aftur kvöldið fyrir keppni og rétt áður en lagt er af stað ef einhverjar breytingar hafa orðið t.d. vegna forfalla.
Hvetjum öll til að vera í BH merktum fatnaði. Eigum boli í flestum stærðum í Strandgötu og einhverjar peysur líka ef einhver þurfa. Mikilvægt að vera með vatnsbrúsa, peysu og buxur til að fara í á milli leikja og hollt og gott nesti.
Mótsgjöld eru eftirfarandi:
U13-U19 - 3.000 kr fyrir einliðaleik og 2.500 kr fyrir tvíliða- og tvenndarleik. 8.000 kr fyrir þau sem keppa í öllum þremur greinunum.
U11 - 2.000 kr fyrir einliðaleik og 1.500 kr á mann fyrir tvíliða- og tvenndarleik. 5.000 kr fyrir þau sem keppa í öllum þremur greinunum.
Mótsgjöld þarf að leggja inná reikning BH eigi síðar en á mánudeginum eftir mótið eða semja um greiðslufrest. Reikningur BH: 0545-26-5010, kt. 501001-3090
Mjög mikilvægt er að láta Önnu Lilju eða Kjartan vita strax ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll.
Gangi ykkur vel og góða skemmtun um helgina krakkar.
Comments