top of page
Search

Íslandsmót unglinga 2024 um helgina

Um helgina fer stærsti viðburður ársins hjá börnum og unglingum fram í TBR húsunum, Íslandsmóts unglinga 2024. Um 170 leikmenn frá 10 félögum eru skráðir til keppni, þar af 46 frá BH. Keppni hefst föstudaginn 5.apríl klukkan 17:30 og lýkur með undanúrslitum og úrslitum á sunnudag 7.apríl.


Gróf dagskrá mótsins er eftirfarandi:


Föstudaginn 5 apríl

kl. 17:30 - 21:00

U13, U15 og U17 keppa í einliða og tvenndarleik


Laugardaginn 6 apríl

kl. 09:00 - 18:00

Allir flokkar, spilað fram að undanúrslitum

Keppni í U11B kl.14:30 - 18:00


Sunnudaginn 7 apríl

kl. 9:00 - 12:00

Undanúrslit

kl. 12:30 - 16:30

Úrslit og verðlaunaafhendingar


Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér á tournamentsoftware.com. Leikir í U11B eru ekki birtir á tournamentsoftware, í þeim flokki mæta strákar kl.14:30 og stelpur 15:30 og verður keppni lokið eigi síðar en 18:00.


Keppendur þurfa að mæta í hús amk 30 mín fyrir áætlaðan leiktíma. Athugið að tímasetningar eru til viðmiðunar og gæti mótinu seinkað ef mikið verður um langa leiki. Gott er að kíkja á dagskrá aftur kvöldið fyrir keppni og rétt áður en lagt er af stað ef einhverjar breytingar hafa orðið t.d. vegna forfalla.


Hvetjum öll til að vera í BH merktum fatnaði. Eigum boli í flestum stærðum í Strandgötu og einhverjar peysur líka ef einhver þurfa. Mikilvægt að vera með vatnsbrúsa, peysu og buxur til að fara í á milli leikja og hollt og gott nesti.


Mótsgjöld eru eftirfarandi:


U13-U19 - 3.000 kr fyrir einliðaleik og 2.500 kr fyrir tvíliða- og tvenndarleik. 8.000 kr fyrir þau sem keppa í öllum þremur greinunum.


U11 - 2.000 kr fyrir einliðaleik og 1.500 kr á mann fyrir tvíliða- og tvenndarleik. 5.000 kr fyrir þau sem keppa í öllum þremur greinunum.


Mótsgjöld þarf að leggja inná reikning BH eigi síðar en á mánudeginum eftir mótið eða semja um greiðslufrest. Reikningur BH: 0545-26-5010, kt. 501001-3090


Mjög mikilvægt er að láta Önnu Lilju eða Kjartan vita strax ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll.


Gangi ykkur vel og góða skemmtun um helgina krakkar.




Comments


bottom of page