top of page
Search

Æfingtafla 15 ára og yngri óbreytt til 9.desember



Eins og flestir hafa væntanlega séð í fréttum verða sóttvarnarráðstafanir óbreyttar til 9.desember. Æfingatafla fyrir grunnskólanemendur sem auglýst var 17.nóvember og má finna hér fyrir neðan mun því gilda áfram til amk. 9.desember.




Það hefur verið mjög góð mæting frá því æfingar hófust aftur 18.nóvember og virkilega gaman að fá alla í hús aftur. Hvetjum iðkendur til að nýta sér aukaæfingarnar sem í boði eru. Aukaæfingarnar eru á mánudögum fyrir U13 og U15-U19 hópinn og fimmtudögum fyrir U11 hópinn.

Að lokum minnum við á að eftirfarandi sóttvarnarreglur gilda í Strandgötu þessa dagana:

  • Þvo og spritta hendur fyrir og eftir æfingar

  • Engir áhorfendur leyfðir í húsinu og foreldrar sem keyra sín börn þurfa að bíða úti í bíl

  • Badmintoniðkendur ganga inn um dyr sem snýr að sjónum en iðkendur í borðtennis og dansi um dyr sem snúa út að kirkjunni

  • Ekki skal mæta í hús fyrr en 5-10 mínútum fyrir æfingu og yfirgefa húsið strax að henni lokinni.

  • Fara skal beint inn í búningsklefa þegar komið er í hús og bíða þar eftir að vera kölluð inní sal. Þjálfarar og starfsmenn taka vel á móti öllum og leiðbeina í hvaða klefa hver hópur á að fara.

  • Allir þurfa að koma með brúsa með vatni með sér. Ekki má fá sér að drekka beint úr krönunum vegna smithættu.

  • Iðkendur í 8.-10.bekk skulu vera með grímur þegar þeir koma í hús og vera með þær þar til æfing þeirra hefst. Setja þarf grímuna á sig strax að æfingu lokinni. Þetta er gert til að minnka líkur á smiti þegar fólk mætist í anddyri og á göngum. Mælt er með að iðkendur í 5.-7.bekk geri slíkt hið sama þó það sé ekki skilda.

  • Þjálfarar verða með grímur á öllum æfingum.

Sjá nánari reglur sem gilda um badmintonæfingar hér á badminton.is.

コメント


bottom of page