Um helgina verður dansmót í Íþróttahúsinu við Strandgötu og því falla allar æfingar niður hjá okkur á sunnudaginn. Hvetjum þau sem missa æfingar til að nýta sér opna tímann á föstudaginn klukkan 19:00-21:00 í staðinn. Þangað geta allir BH-ingar mætt með t.d. foreldra eða systkini með sér og spilað að vild. Þjálfari er á staðnum og aðstoðar þá sem vilja. Hægt að fá lánaða spaða og kúlur.
Reykjavíkurmót fullorðinna fer fram í TBR húsinu um helgina. 18 BH-ingar taka þátt í mótinu en keppt er í meistara-, A og B-flokki fullorðinna. Keppt verður í tvíliða- og tvenndarleik á laugardag og einliðaleik á sunnudag. Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna á tournamentsoftware.com. Mótsgjöld eru 3.500 kr fyrir einliðaleik og 3.000 kr fyrir tvíliða- og tvenndarleik og þarf að leggja þau inná reikning BH eigi síðar en á mánudaginn: 0545-26-5010 kt.501001-3090.
Góða helgi!
Kommentare