Helgina 19.-20.október fer Vetrarmót unglinga fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. Keppt verður í bæði A og B flokkum unglinga í einliðaleik og A flokkum í tvíliða-og tvenndarleik. A flokkar eru opnir öllum en B flokkar eru fyrir þau sem ekki hafa unnið til verðlauna. Mótið hentar því vel fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Mælum sérstaklega með að þau sem ekki hafa prófað að keppa áður prófi það á þessu móti.
Flokkar
Keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum:
U13 - fædd 2007 og síðar
U15 - fædd 2005 og 2006
U17 - fædd 2003 og 2004
U19 - fædd 2001 og 2002
Keppnisfyrirkomulag
Keppt verður í riðlum í einliðaleik en með hreinum útslætti í tvíliða- og tvenndarleik.
Keppni hefst klukkan 10:00 báða dagana. Einliðaleikur í B-flokki verður á laugardeginum en dagskrá í öðrum flokkum og greinum skýrist þegar þátttaka liggur fyrir.
Mótsgjöld
Mótsgjöld eru 1800 kr fyrir einliðaleik og 1500 kr á mann fyrir tvíliða- og tvenndarleik. Mótsgjöld þarf að leggja inná reikning BH eigi síðar en á mánudeginum eftir mótið: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.
Skráning
Skráningu lýkur sunnudaginn 13.september. Til að skrá BH-inga til þátttöku þarf að senda póst á bhbadminton@hotmail.com með upplýsingum um nafn, kennitölu og nöfn meðspilara.
Vonum að sem flestir geti verið með.
Comments