top of page
Search

Vel heppnað Reykjavíkurmót unglinga

Helgina 14.-15.september fór Reykjavíkurmót unglinga fram í TBR húsunum. Keppt var í 18 riðlum í tvíliða- og tvenndarleik í U13-U19 flokkunum. Riðlarnir voru getuskiptir og því mikið um jafna og skemmtilega leiki. Þetta var fyrsta mótið sem spilað er með nýju keppnisfyrirkomulagi í anda Bikarmóts BH og var mikil ánægja með hvernig til tókst.


Keppendur frá BH voru rúmlega 30 talsins og stóðu sig vel. Okkar fólk komst á verðlaunapall í 13 riðlum og var til fyrirmyndar innan vallar sem utan. Lúðvík Kemp náði þeim frábæra árangri að sigra í bæði tvíliða- og tvenndarleik. Verðlaunahafar BH voru eftirfarandi:


  • Lilja Guðrún Kristjánsdóttir, 2.sæti í tvenndarleik U13B

  • Ágúst Malek Hasan, 2.sæti í tvenndarleik U13B

  • Kári Bjarni Kristjánsson, 1.sæti í tvenndarleik í U13C

  • Sigurður Bill Arnarsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U13A

  • Laufey Lára Haraldsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í tvenndarleik í U15A

  • Lúðvík Kemp, 1.sæti í tvíliðaleik í U15A og tvenndarleik í U17-19B

  • Hákon Kemp, 1.sæti í tvíliðaleik í U15A og 2.sæti í tvenndarleik í U15A

  • Aron Snær Kjartansson, 2.sæti í tvíliðaleik í U15B

  • Birnir Breki Kolbeinsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U15B

  • Hilmar Karl Kristjánsson, 2.sæti í tvenndarleik í U15B

  • Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í U17-19A

  • Stefán Logi Friðriksson, , 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í U17-19A

  • Katla Sól Arnarsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U17-19A

  • Rúnar Gauti Kristjánsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U17-19A

  • Snædís Sól Ingimundardóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í U17-19B

  • Þórdís María Róbertsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í tvenndarleik í U17-19B

  • Angela Líf Kuforji, 1.sæti í tvenndarleik í U17-19B

  • Helgi Sigurgeirsson, 2.sæti í tvenndarleik í U17-19B


Nánari úrslit frá mótinu má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir frá keppninni hér á Facebook.


Verðlaunahafar í tvenndarleik í U17-19B komu öll úr BH. Frá vinstri Lúðvík, Angela, Þórdís, Helgi.
Verðlaunahafar í tvenndarleik í U17-19B komu öll úr BH. Frá vinstri Lúðvík, Angela, Þórdís, Helgi.

Kommentare


bottom of page