top of page
Search

Uppfærð æfingatafla og dagskrá í desember



Í dag fimmtudag 10.desember má hefja æfingar afrekshópa á ný. Æfingataflan hefur verið uppfærð vegna þessa og má finna hana hér fyrir neðan. Iðkendur fæddir 2004 og eldri sem ekki eru í keppnishópum fá vonandi að bætast í hóp þeirra sem fá að æfa í Strandgötu 13.janúar.


Helstu breytingar á æfingatöflunni frá því sem verið hefur eru eftirfandi:

  • Aukaæfingar sem boðið hefur verið uppá á mánudögum kl.18:30-19:30 og fimmtudögum kl.16-17 detta út en áfram verður boðið uppá aukaæfingu á mánudögum kl.16-17 og geta iðkendur í U11, U13 og U15-U19 nýtt sér þennan tíma ef þeir vilja/geta.

  • Á sunnudögum munu U11 og U13 æfa í sitthvoru lagi en ekki saman eins og áður og byrjar því U13 hópurinn kl.12 og U15-U19 hópurinn kl.13 eða klukkustund síðar en hingað til. Mæting hefur verið mjög góð á sunnudögum og því mikilvægt að skipta hópunum upp til að ná að sinna krökkunum enn betur.


Helstu dagsetningar framundan:

  • 22.des - Síðasti æfingadagur fyrir jól

  • 17.des og 20.des - Skemmtilegt jólamót á æfingatíma hvers hóps. Allir hvattir til að mæta með jólasveinarhúfur og/eða í rauðum fatnaði þessa daga.

  • 28.-30.des - Aukaæfingar fyrirhugaðar - auglýst síðar

  • 3.jan - Æfingar hefjast á nýju ári

Sóttvarnarreglur


Eins og áður gilda reglur BSÍ sem samþykktar hafa verið af yfirvöldum í Strandgötu og eru hér helstu punktar og útfærslur á þeim í okkar húsnæði:

  • Þvo og spritta hendur fyrir og eftir æfingar

  • Engir áhorfendur leyfðir í húsinu og foreldrar sem keyra sín börn þurfa að bíða úti í bíl

  • Badmintoniðkendur ganga inn um dyr sem snýr að sjónum en iðkendur í borðtennis og dansi um dyr sem snúa út að kirkjunni

  • Ekki skal mæta í hús fyrr en 5 mínútum fyrir æfingu og yfirgefa húsið strax að henni lokinni.

  • Vegna fjöldatakmarkanna þurfa iðkendur að fara beint inn í búningsklefa þegar þeir koma í hús og bíða eftir að vera kallaðir inní sal. Sturtuklefar eru lokaðir. Þjálfarar og starfsmenn taka vel á móti öllum og leiðbeina hvert á að fara.

  • Iðkendur fæddir 2004 og eldri skulu vera með grímur þegar þeir koma í hús og vera með þær þar til æfing þeirra hefst. Setja þarf grímuna á sig strax að æfingu lokinni. Þetta er gert til að minnka líkur á smiti þegar fólk mætist í anddyri og á göngum.

  • Þjálfarar verða með grímur á öllum æfingum.

  • Mikilvægt að allir sem finna fyrir covid líkum einkennum haldi sig heima

  • Allir þurfa að taka með sér brúsa með vatni á æfingar - ekki má drekka úr krönunum vegna smithættu

  • Þreksalur í kjallara er lokaður

  • Strengingarhornið er opið en þar má aðeins vera einn inni í einu og spritta þarf alla snertifleti fyrir og eftir notkun.


Comments


bottom of page