Unglingameistaramót TBR sem er hluti af Reykjavik International Games fer fram í TBR húsunum 5.-6.febrúar 2022.
Keppt verður í U13-U19 flokkunum. Ekki skipt í A og B getustig og hentar því ekki fyrir þau sem hafa lítið eða ekki keppt áður né fyrir styttra komna. Keppt verður með hreinum útslætti í öllum greinum en þeir sem tapa fyrsta leik í einliðaleik fara í aukaflokk. Það fá því allir amk 2 leiki í einliðaleik.
Hópur Færeyinga tekur þátt í mótinu og verða einhver frávik frá styrkleikalista og röðunarreglum BSÍ við röðun í mótið m.t.t. gestanna. Mótið mun því ekki gefa stig á styrkleikalista Badmintonsambands Íslands. Mótshaldarar ætlast til að allir keppi í sínum aldursflokki.
Tímasetning mótsins verður birt í síðasta lagi fimmtudaginn 3. febrúar. Sérstakar sóttvarnarreglur vegna mótsins verða birtar þegar nær dregur og verður dagskrá mótsins miðuð við þær reglur.
Mótsgjöld eru 2.000 kr fyrir einliðaleik og 1.800 kr fyrir tvíliða- og tvenndarleik.
Skráning BH-inga fer fram á þessu eyðublaði og lýkur föstudaginn 28.janúar.
Næsta B mót unglinga sem hentar vel fyrir byrjendur og styttra komna verður í Þorlákshöfn 26.febrúar. Hvetjum þau sem eru spennt að keppna til að taka daginn frá.
コメント