top of page
Search

Tvíliðaleiksmót BH á laugardaginn

Updated: Feb 16, 2023



Laugardaginn 18.febrúar heldur Badmintonfélag Hafnarfjarðar tvíliðaleiksmót fyrir iðkendur í U13-U19 aldursflokkunum. 96 keppendur og 48 lið frá 6 félögum taka þátt í mótinu.


Keppni hefst klukkan 9 á laugardaginn og lýkur um klukkan 18. Spilað er í 10 riðlum og keppir helmingur þeirra milli klukkan 9 og 14 og helmingur milli klukkan 13 og 18. Sigurvegarar hvers riðils fá verðlaun, ekki er spilað milli riðla.


Riðlana og grófar tímasetningar þeirra má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Tímasetningar einstakra leikja má finna hér á tournamentsoftware.com.


Mjög mikilvægt er að láta þjálfara vita strax ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll svo hægt sé að gera ráðstafanir.


Góða skemmtun og gangi ykkur vel.







Comments


bottom of page