top of page
Search

Tónleikar um helgina og engar æfingar

Dagana 4.-6.apríl verða engar æfingar í Íþróttahúsinu við Strandgötu vegna tónleika á vegum Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Kammerkórs Hafnarfjarðar.


Á föstudag verður uppsetning á salnum og æfingar hjá tónlistarfólkinu frá morgni til kvölds. Hægt verður að komast í ræktina milli kl.13 og 18 og í borðtennis til klukkan 18.


Á laugardag verða 75 ára afmælistónleikar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar kl.13 og kl.15. Miðasala og nánari upplýsingar hér á tix.is. Hægt verður að komast í ræktina þennan dag milli kl.9 og 13 en ekkert í borðtennis vegna fermingarveislu.


Á sunnudag verða tónleikar á vegum Kammerkórs Hafnarfjarðar þar sem eitt vinsælasta tónleikaverk sögunnar, Carmina Burana, verður flutt. Miðasala og nánari upplýsingar hér á tix.is. Hægt verður að fara í ræktina þennan dag milli kl.13 og 16.


Um 50 BH-ingar keppa á Íslandsmóti unglinga í badminton í TBR húsinu þessa helgi og borðtennisliðin okkar leika til úrslita í deildakeppni í Snælandsskóla í Kópavogi. Hvetjum þau sem missa æfingar til að mæta og hvetja BH-inga til dáða.


Íþróttahúsið við Strandgötu verður tónleikahús 4.-6.apríl
Íþróttahúsið við Strandgötu verður tónleikahús 4.-6.apríl





Comments


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page