top of page
Search

Sumarnámskeið 2018

Badmintonfélag Hafnarfjarðar býður uppá badmintonnámskeið í sumar fyrir byrjendur og lengra komna krakka á aldrinum 6-12 ára. Skipt verður í hópa eftir aldri og getu og því ættu allir að fá að njóta sín. Námskeiðin fara fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu.

Í boði eru fjögur viku námskeið þar sem þátttakendur mæta í 3 klst á dag og fá hressingu í stuttu hléi. Misjafnar áherslur verða á hverju námskeiði og er hægt að skrá sig á eins mörg námskeið og hverjum og einum hentar. Þátttakendur þurfa að mæta í íþróttafötum og gjarnan í innanhússkóm. Hægt er að fá lánaða badmintonspaða og kúlur á staðnum.

Sænski badmintonþjálfarinn Pontus Rydström veður yfirþjálfari á námskeiðunum. Hann hefur þjálfað badmintoniðkendur á öllum aldri hjá ÍA í vetur við góðan orðstír. Honum til aðstoðar verða dugleg badmintonungmenni úr keppnishópum BH.

Skráning og greiðsla fer fram í Nóra kerfinu á vefslóðinni https://bh.felog.is/.

Námskeið í boði

25.-29.júní Eftir hádegi kl.12:45-15:45

2.-6.júlí Fyrir hádegi kl.9-12

7.-10.ágúst Eftir hádegi kl.12:45-15:45

13.-17.ágúst Fyrir hádegi kl.9-12

Verð

5.000 kr vikan ef keypt er ein vika (4.000 kr 4 dagar) 1.000 kr afsláttur af seinni viku ef keyptar eru tvær vikur eða tvö börn skráð 2.000 kr afsláttur af þriðju, fjórðu og fimmtu viku ef barn/börn er skráð í þrjár vikur eða fleiri

Athugið að afslátturinn kemur því miður ekki sjálfkrafa inn, velja þarf að greiða með millifærslu ef keypt eru fleiri en tvö námskeið og óska eftir í gegnum netfangið bhbadminton@hotmail.com að afslátturinn sé settur inn.

Innifalið hressing í hléi, ávextir og/eða brauð.

Nánari upplýsingar um námskeiðin eru veittar í gegnum bhbadminton@hotmail.com og í síma 897 4184 (Kjartan).

Comentários


bottom of page