top of page
Search

Stóðu sig vel á Landsbankamóti

Landsbankamót ÍA fór fram í TBR húsinu um helgina. Keppt var í U11, U13 og U15 flokkunum. 145 leikmenn víðsvegar af landinu voru skráðir til keppni, þar af 33 frá BH. Okkar fólk stóð sig vel að venju en mörg voru að keppa einu af sínum fyrstu mótum. Spilað var í bæði A og B getustigi í einliðaleik og aukaflokkur fyrir þau sem töpuðu fyrsta leik. Það fengu því lang flestir einhverja jafna og skemmtilega leiki.


Verðlaunahafar BH á mótinu voru eftirfarandi:


  • Lilja Guðrún Kristjánsdóttir, 1.sæti í einliða og 2.sæti í tvenndar í U11A og 1.sæti í tvíliða í U13A

  • Kári Bjarni Kristjánsson, 1.sæti í aukaflokk í einliða og tvíliða og 2.sæti í tvenndar í U11A.

  • Marikó Erla Sigurgeirsdóttir, 1.sæti í einliða í U11B

  • Katrín Sunna Erlingsdóttir, 1.sæti í aukaflokk í einliða í U11B

  • Erik Valur Kjartansson, 1.sæti í einliða og 2.sæti í tvenndar í U13A

  • Birnir Hólm Bjarnason, 1.sæti í aukaflokk í einliða U13A

  • Aron Snær Kjartansson, 1.sæti í einliða U13B

  • Lúðvík Kemp, 2.sæti í tvíliða og aukaflokk í einliða U15A

  • Hákon Kemp, 2.sæti í tvíliða í U15A


Til hamingju verðlaunahafar!


Nánari úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir af verðlaunahöfum BH hér á Facebook.



Systkinin Kári og Lilja voru sigursæl á Landsbankamótinu um helgina. Unnu bæði þrenn verðlaun og þar af silfur saman í tvenndarleik í U11.
Systkinin Kári og Lilja voru sigursæl á Landsbankamótinu um helgina. Unnu bæði þrenn verðlaun og þar af silfur saman í tvenndarleik í U11.

Comments


bottom of page