top of page
Search

Stór hópur BH-inga á Reykjavíkurmótinu

Keppnistímabilið hófst af fullum krafti um helgina þegar Reykjavíkurmót barna- og unglinga fór fram í TBR húsunum. Til keppni voru skráðir rúmlega 100 leikmenn, þar af 32 frá BH. Á þessu fyrsta unglingamóti vetrarins var keppt A flokkum U11-U19. Okkar fólk stóð sig vel, lögðu allt í sína leiki og voru til fyrirmyndar innan vallar sem utan. 19 verðlaunapeningar komu með heim í Hafnarfjörðinn að móti loknu.


Eftirfarandi BH-ingar unnu til verðlauna á mótinu:

  • Lilja Guðrún Kristjánsdóttir, 1.sæti í einliðaleik og 2.sæti í tvenndarleik U11

  • Kári Bjarni Kristjánsson, 2.sæti í einliða- og tvenndarleik U11

  • Erik Valur Kjartansson, 1.sæti í einliðaleik í U13 og 2.sæti í tvíliðaleik U15

  • Birnir Hólm Bjarnason, 1.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Hilmar Karl Kristjánsson, 1.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Laufey Lára Haraldsdóttir, 2.sæti í tvíliðaliðaleik í U15

  • Matthildur Thea Helgadóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U15

  • Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, 1.sæti í einliða- og tvíliðaleik í U17

  • Rúnar Gauti Kristjánsson, 1.sæti í einliðaleik í U17

  • Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í U17

  • Stefán Logi Friðriksson, 2.sæti í tvenndarleik í U17 og einliðaleik í U19

  • Lena Rut Gígja, 2.sæti í tvenndarleik í U17

  • Björn Ágúst Ólafsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U17

  • Jón Víðir Heiðarsson, 2.sæti í tvenndarleik í U19

Nánari úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com.


Takk fyrir þátttökuna öll og til hamingju með árangurinn.


Verðlaunahafar frá BH á Reykjavíkurmeistaramóti barna og unglinga 2023
Verðlaunahafar frá BH á Reykjavíkurmeistaramóti barna og unglinga 2023

Comments


bottom of page