Laugardaginn 4.maí fer Snillingamót BH fram í fimmta sinn í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Til þátttöku eru skráðir 63 keppendur frá fimm félögum: Aftureldingu, BH, ÍA, KR og TBR.
Mótið er með svolítið öðru sniði en þekkist í eldri flokkum því spilað verður á minni völlum til að fá meira spil og vonandi betri upplifun fyrir krakkana. U11 spila á hefðbundnum hálfum velli. U9 spila á hálfum velli og notast við næst öftustu endalínu ásamt því að netið verður lækkað ca. 30 cm. Hver leikur er ein lota í 21 stig og fær hver leikmaður a.m.k. 4 leiki.
Dagskrá mótsins
U9 (fædd 2010 og síðar) mæta kl.09:45 spila kl.10:00-12:30
U11 (fædd 2008 og 2009) mæta kl.12:45 spila kl.13:00-15:30
Í mótslok fá allir þátttakendur sumarglaðning.
Mótsgjaldið er 1.000 kr og eru BH-ingar beðnir um að leggja það inná reikning BH eigi síðar en á laugardaginn: 0545-26-5010 kt. 501001-3090. Keppendur annarra félaga greiða gjaldið til síns þjálfara/félags.
Hlökkum til að sjá ykkur í Strandgötu á laugardaginn.
Comments