Í tilefni af 60 ára afmæli Badmintonfélags Hafnarfjarðar á árinu 2019 fer Meistaramót Íslands fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði 5.-7.apríl. Við BH-ingar hlökkum til að taka þátt í því með Badmintonsambandinu að gera þessa hátíð sem glæsilegasta.
Á mótinu verður keppt um Íslandsmeistaratitla í fullorðinsflokkum þ.e. meistaraflokki, A-flokki, B-flokki og æðsta- og heiðursflokki. Keppnisfyrirkomulagið er hreinn útsláttur og hentar mótið aðeins fyrir mjög vant keppnisfólk 14 ára og eldri.
Skráningu lýkur á mánudaginn 25.mars og geta BH-ingar skráð sig með því að senda póst á bhbadminton@hotmail.com eða með því að nota nýtt skráningform BSÍ sem má finna hér. Mótsgjöld eru 3.500 kr fyrir einliðaleik og 3.000 kr fyrir tvíliðaleik.
Vonum að sem flest af okkar keppnisfólki geti verið með og aðrir fjölmenni í Strandgötuna til að fylgjast með spennandi móti.
Comments