Senn líður að jólum og jólafríi hjá okkur í Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Síðustu hefðbundnu æfingar verða 21.desember.
Mánudaginn 19.des verður jólamót hjá fullorðinshópunum klukkan 20:30-22:30. Þriðjudaginn 20.des og miðvikudaginn 21.des verður BH paintball og almennt jólastuð á æfingum. Hvetjum öll til að mæta í einhverju rauðu þessa síðustu daga fyrir jól.
Fimmtudaginn 22.desember verða opnir tímar og svo fara allir í jólafrí. Klukkan 16-18 verður opinn tími fyrir börn og unglinga og þeirra fjölskyldur. Tilvalið að mæta og eiga góða samverustund. Klukkan 18-20 verður opinn tími fyrir fullorðinshópana og þau sem eru í tvíliðaleikshópunum og stillt upp í blandað tvíliðaleiksspil.
Milli jóla og nýárs verður boðið uppá æfingar fyrir öll börn og unglinga í félaginu og keppnishópa milli 8 og 16 og mun hver og einn fá sínar æfingar inn í Sportabler. Það er auðvitað engin skilda að mæta á þessar æfingar, bara tilboð til þeirra sem vilja og geta nýta skólafríið í að æfa. Húsið verður lokað á kvöldin milli jóla og nýárs nema þriðjudaginn 27.desember en þá verður íþróttahátíð Hafnarfjarðar kl.17-20 og hefðbundin dagskrá fyrir hópana sem æfa kl.20-23.
Mánudaginn 2.janúar hefjast svo æfingar á ný samkvæmt sömu töflu og fyrir áramót. Þau sem skráðu sig aðeins á haustönn 2022 þurfa að láta vita fyrir 15.desember ef þau vilja ekki halda áfram eftir áramót.
Gleðilega aðventu og jólahátíð kæru BH-ingar.
Commentaires