top of page
Search

Skemmtilegt Ljúflingamót hjá TBR

Laugardaginn 11.desember tóku 12 BH-ingar þátt í Ljúflingamóti TBR. Mótið var vinamót þar sem allir fengu 4-6 leiki og svo var veittur verðlaunapeningur í lokin. Margir voru að stíga sín fyrstu skref í keppni og stóðu sig vel. Skipta þurfti í litla hópa vegna stóttvarnarreglna og mátti vegna þess aðeins einn fylgja hverju barni. Skipulagið var mjög gott hjá TBR-ingum og allt gekk vel.



Una Hrund Örvar þjálfari tók þessar skemmtilegu myndir á mótinu af BH-ingunum. Einnig er hægt að skoða þær hér á Facebook síðu BH.



コメント


bottom of page