Föstudaginn 28.september fara 36 BH-ingar til Siglufjarðar til að taka þátt í Unglingamóti TBS. Allir mæta í Strandgötuna klukkan 12:15 og er brottför klukkan 12:30. Áætlað er að hópurinn komi til baka milli klukkan 21 og 22 á sunnudagskvöldið 30.september.
Foreldrar hafa þegar fengið senda dagskrá ferðarinnar, upplýsingar um greiðslu o.þ.h. Ef einhverjum hafa ekki borist upplýsingarnar er best að senda póst á bhbadminton@hotmail.com.
Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja verða birtar á tournamentsoftware.com þegar nær dregur helginni.
Gangi ykkur vel og góða skemmtun krakkar!
Comments