top of page
Search

Sex verðlaunahafar á Jólamóti unglinga

Jólamót unglinga fór fram í TBR húsinu laugardaginn 16.desember. Keppt var í einliðaleik í U13-U19 A og B. Rétt tæplega 120 krakkar voru skráðir til keppni, þar af 34 frá BH. Því miður var töluvert um forföll vegna veikinda en þau sem náðu að mæta stóðu sig vel. Sex BH-ingar unnu til verðlauna á mótinu:


  • Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, 1.sæti í U17A

  • Birkir Darri Nökkvason, 1.sæti í U17A

  • Lúðvík Kemp, 1.sæti í U15A

  • Birnir Hólm Bjarnason, 2.sæti í U13A

  • Aron Snær Kjartansson, 1.sæti í U13B

  • Sölvi Leó Sigfússon, 1.sæti í U15B


Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com

Myndir af verðlaunahöfum má finna á Facebook síðu TBR.




Comments


bottom of page