top of page
Search

Reykjavíkurleikar um helgina

Um helgina fer seinni helgi Reykjavíkurleikanna fram. Keppt verður í badminton unglinga þessa helgina og eru þátttakendur tæplega 150 talsins, þar af um 50 sterkir færeyskir spilarar. 38 BH-ingar taka þátt í mótinu og óskum við þeim góðs gengis.


Keppt verður í U13-U19 flokkunum og hefst keppni á laugardag klukkan 9:00. Áætluð mótslok á laugardag eru um klukkan 18. Á sunnudag hefst keppni einnig klukkan 9:00 og áætlað að mótinu ljúki milli klukkan 15 og 16. Á sunnudag verður lítið boðsmót í einliðaleik í U11 sem 5 BH-ingar fengu boð um að taka þátt í. Keppni í þessum flokki hefst klukkan 11 á sunnudag og lýkur líklega um klukkan 14.


Á tournamentsoftware.com má finna niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja. Athugið þó að U11 boðsmótið er ekki tímasett. Allir þátttakendur í þeim flokki hefja keppni klukkan 11 og verður spilað þar til allir hafa spilað við alla.


Mótsgjöld eru 2.500 kr fyrir einliðaleik og 1.800 kr fyrir tvíliða- og tvenndarleik. Þátttökugjöld þarf að leggja inná reikning BH eigi síðar en á mánudag: 0545-26-5010 kt. 501001-3090.


Kjartan Vals og Kristinn Ingi verða okkar fólki til halds og trausts í TBR húsinu um helgina. Mjög mikilvægt er að láta Kjartan vita ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll í síma 8974184.



Comments


bottom of page