top of page
Search

Páskafrí 14.-18.apríl

Updated: Apr 8, 2022

Það verður páskafrí hjá okkur í Badmintonfélagi Hafnarfjarðar frá og með fimmtudeginum 14.apríl (skírdagur) til og með mánudagsins 18.apríl (annar í páskum).


Hefðbundnar æfingar verða á pálmasunnudag 10.apríl og í dymbilvikunni 11.-13.apríl (mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur). Athugið þó að Frístundabíllinn gengur ekki í dymbilvikunni.


Æfingar hefjast svo aftur þriðjudaginn 19.apríl að loknu páskafríi.


Á sumardaginn fyrsta verða ekki æfingar en þess í stað opið hús klukkan 13:00-15:00. Hægt verður að prófa badminton og borðtennis og fá upplýsingar um sumarnámskeið. Öll velkomin bæði BH-ingar og aðrir sem vilja kynna sér íþróttagreinar félagsins. Opið hús á sumardaginn fyrsta er hluti af dagskrá Hafnarfjarðarbæjar á Björtum dögum.




Comments


bottom of page