Í febrúar verða fjögur mót sem BH-ingar geta skráð sig á með því að senda póst á bhbadminton@hotmail.com. Mótsgjöld þarf að leggja inná reikning BH eigi síðar en á mánudagsmorgni eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.
RIG Unglingameistaramót TBR - 3.-4.febrúar
TBR húsinu
Mótið er hluti af WOW Reykjavik International Games, sjá nánar á rig.is.
Keppt verður í öllum greinum í eftirtöldum flokkum:
U-13 ára fædd 2005 og síðar
U-15 ára fædd 2003 og 2004
U-17 ára fædd 2001 og 2002
U-19 ára fædd 1999 og 2000
Einnig verður einliðaleikur í U-11 leikinn á sunnudeginum kl. 11, en þar er þátttaka takmörkuð.
Mótið er A mót og hentar því ekki fyrir þau sem lítið sem ekki hafa keppt áður. Sterkir keppendur frá Færeyjum verða á meðal þátttakenda.
Keppni hefst kl. 09.00 á laugardegi, en undanúrslit og úrslit verða á sunnudeginum. Þá hefst keppni einnig kl. 09.00.
Þeir sem tapa fyrsta einliðaleik U-13 , U-15 og U-17 ára fara í aukaflokk. Í U-19 ára er keppt í riðlum í einliðaleik. Ef lítil þátttaka er í U-19 flokkum verður hann sameinaður U-17.
Mótsgjöld eru 2000 kr fyrir einliðaleik og 1.500 kr fyrir tvíliða- og tvenndarleik.
Síðasti skráningardagur er laugardagurinn 27.janúar.
Deildakeppni BSÍ - 9.-11.febrúar
TBR húsinu
Íslandsmót fullorðinsliða í badminton, aðeins fyrir vant keppnisfólk. Þjálfarar raða í lið. Frestur til að gefa kost á sér rennur út mánudaginn 29.janúar.
Unglingameistaramót Þórs - 17.febrúar
Þorlákshöfn
Keppt verður í U11-U19 B. Þetta mót hentar vel fyrir þau sem lítið hafa keppt eða ekki unnið til verðlauna á A mótum.
Nánari upplýsingar verða settar hér um leið og þær berast frá mótshaldara.
Skráningu lýkur 11.febrúar
Landsbankamót ÍA - 24.-25.febrúar
Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi
Keppt verður í einliðaleik í U11 og öllum greinum í U13, U15 og U17-U19. Aukaflokkur verður í einliðaleik þ.e. þeir sem tapa fyrsta leik fara í aukaflokk og fá því amk 2 leiki en hreinn útsláttur í öðrum greinum.
Keppni hefst klukkan 12:30 á laugardag og kl. 10 á sunnudag. Hver flokkur keppir bara einn dag, annað hvort laugardag eða sunnudag.
Mótsgjöld eru 1000 kr í U11, 1800 kr fyrir einliðaleik í U13-U19 og 1500 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik.
Síðasti skráningardagur er sunnudagur 18.febrúar.
Comments