top of page
Search

Mót í september

Fjölmörg badmintonmót eru í boði yfir vetrartímann á Íslandi fyrir þá sem hafa áhuga á keppni. BH-ingar sem vilja taka þátt í mótum þurfa að senda nafn, kennitölu og nöfn meðspilara ef við á til bhbadminton@hotmail.com innan skráningarfrestsins sem gefinn er upp. Mótsgjöld þarf að greiða inná reikning BH eigi síðar en daginn eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.

B mót unglinga henta best fyrir krakka sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni, þau sem hafa unnið til verðlauna á opnum mótum mega ekki keppa þar. A mót unglinga eru erfið fyrir þau sem ekki hafa keppt áður og er ekki mælt með því að byrja á slíku móti. Fullorðinsmót henta aðeins fyrir mjög vant keppnisfólk 14 ára og eldri. Fullorðnir ættu að byrja á að prófa að keppa í svokölluðum trimmótum en gætu svo í kjölfarið keppt í B flokki fullorðinna.

Um að gera að leita ráða hjá þjálfurum við val á mótum.

Yfirlit yfir öll mót vetrarins má finna á badminton.is undir mótamál og mótaskrá.

Eftirfarandi mót eru á dagskránni í september.

Atlamót ÍA - 15.-16.september

Staðsetning: Íþróttahúsið við Vesturgötu á Akranesi Flokkar: M.fl., A.fl. og B.fl. fullorðinna - aðeins fyrir vana Keppnisfyrirkomulag: Riðlar í öllum greinum og flokkum Mótsgjöld: 3000 kr fyrir einliðal. og 2.500 kr. pr. mann fyrir tvíliða og tvenndar. Skráningu lýkur: Sunnudaginn 9.september kl.22 Áætlað er að keppni í tvíliða- og tvenndarleik fari fram á laugardegi og keppni í einliðaleik fari fram á sunnudegi. En ef lítil skráning berst þá fer keppni fram á sunnudegi í öllum greinum.

Haustmót TBR - 21.september

Staðsetning: TBR húsin við Gnoðarvog Flokkar: Fullorðnir með forgjöf í tvíliða/tvenndar Keppnisfyrirkomulag: 3-4 liða riðlar Mótsgjöld: 2500 kr á mann Skráningu lýkur: Mánudaginn 17.september

Reykjavíkurmót unglinga - 22.-23.september

Staðsetning: TBR húsin við Gnoðarvog Flokkar: U13-U19A - ekki mælt með fyrir byrjendur Keppnisfyrirkomulag: Riðlar í einliðal. en útsláttur í tvíliða og tvenndar. Mótsgjöld: 1800 kr fyrir einliðal. og 1500 kr per mann fyrir tvíliða og tvenndarl. Skráningu lýkur: Mánudaginn 17.september

Unglingamót TBS - 29.-30.september

Staðsetning: Siglufjörður Flokkar: U11-U19A - ekki mælt með fyrir byrjendur Keppnisfyrirkomulag: Einliðaleikur í riðlum, útsláttur í öðrum greinum Mótsgjöld: 2000 kr fyrir einliðaleik og 1500 kr per mann fyrir tvíliða og tvenndarl. Skráningu lýkur: Fimmtudaginn 20.september Farin verður hópferð með rútu til Siglufjarðar. Áætluð brottför er um hádegi á föstudag 28.september og heimkoma um klukkan 22 sunnudag 30.september. Ferða og gistikostnaður verður um 13.000 krónur en við það bætast mótsgjöld og fæði. Skemmtileg ferð sem við mælum með fyrir alla sem hafa keppt áður. Eina ferðin á hverjum vetri þar sem er gist. Foreldrar sem vilja bjóða sig fram í fararstjórn mega gjarnan hafa samband. Amk tveir þjálfarar fara með og þörf á 1-3 foreldrum til aðstoðar.

Flokkaskiptingar barna og unglinga veturinn 2018-2019

U9 - fædd 2010 og síðar U11 - fædd 2008 og 2009 U13 - fædd 2007 og 2006 U15 - fædd 2005 og 2004 U17 - fædd 2003 og 2002 U19 - fædd 2001 og 2000

Comments


bottom of page