top of page
Search

Mót á Akranesi um helgina

Um helgina taka 25 BH-ingar þátt í Landsbankamóti ÍA á Akranesi. Mótið er hluti af Unglingamótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista mótaraðarinnar. Mótið fer fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Íþróttahúsið er hnetu- og fiskfrítt svæði og er bannað að koma með einhverjar vörur sem innihalda hnetur eða fisk.


121 keppendur eru skráðir til leiks frá 6 félögum, BH, ÍA, Hamar, TBR, UMFA og UMFS.

Keppt verður í flokkum U13 - U19 í öllum greinum og einnig verður keppt í einliðaleik í U11.


Keppni hefst kl 10:00 á laugardag en þá hefst leikur í U11 ára flokknum. Reikna má með að U11 ljúki keppni um klukkan 13 en þá hefst keppni í U13 flokknum. Áætluð mótslok á laugardag eru um klukkan 20:00. Á sunnudag verður keppt í U15-U19 flokkunum. Áætlað er að keppni standi yfir frá klukkan 10 til 17.


Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja. Athugið að tímasetningar eru aðeins til viðmiðunar og gott er að vera mætt í hús eigi síðar en 30 mínútum fyrir áætlaðan leiktíma.


Kjartan Ágúst Valsson verður þjálfari BH á staðnum og er mjög mikilvægt að láta hann vita í síma 8974184 ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll.


Mótsgjöld eru 1.000 kr fyrir einliðaleik í U11, 2.000 kr. fyrir einliðaleik í U13-U19 og 1.500 kr fyrir tvíliða- og tvenndarleik. Leggja þarf mótsgjöld inná reikning BH eigi síðar en á mánudag: 0545-26-5010 kt. 501001-3090.


Gangi ykkur vel og góða skemmtun á Akranesi!




Comments


bottom of page