top of page
Search

Meistaramót BH 2019

Meistaramót Badmintonfélags Hafnarfjarðar verður haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu dagana 15.-17.nóvember næstkomandi. Mótið er hluti af Hleðslubikar BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.


Keppt verður í meistara, A- og B-flokki og hentar því aðeins fyrir mjög vant keppnisfólk 14 ára og eldri. Keppnis-fyrirkomulag verður riðlar í tvíliða- og tvenndarleik en hreinn útsláttur í einliðaleik.


Reiknað er með að keppni í einliðaleik verði á föstudag og laugardag og í tvíliða- og tvenndarleik á laugardag og sunnudag. Nánari tímaáætlun verður birt þegar skráning liggur fyrir.


Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 8.nóvember. Skráningar skal senda á netfangið bhbadminton@hotmail.com.


Mótsgjöld eru 3.500 krónur á mann í einliðaleik og 3.000 krónur á mann tvíliða- og tvenndarleik. BH-ingar sem aðstoða við uppsetningu, framkvæmd og frágang mótsins fá 50% afslátt af mótsgjöldunum.


Strandgatan í sparifötunum

Comentários


bottom of page