top of page
Search

Jólamót fullorðinshópa

Updated: Dec 30, 2023

TBR hélt árlegt Jólamót trimmara sunnudaginn 17.desember. Fjölmargir BH-ingar tóku þátt í mótinu og stóðu sig vel. Tvö komust á verðlaunapall, Dimitri í 1.sæti karla og Erla Rós í 2.sæti kvenna.


Fullorðinshópar BH sem æfa í Strandgötu á mánudagskvöldum voru einnig með jólamót í síðasta tímanum fyrir áramót. Um var að ræða jólahraðmót þar sem spilaðir voru fimm 7 mínútna leikir með 3 mínútna hléi á milli. Hratt og stressandi spil sögðu sumir, geggjað skemmtilegt sögðu einhverjir og ógeðslega leiðinlegt sögðu nokkrir, semsagt féll ekki alveg í kramið hjá öllum. Stigahæstu leikmennirnir fengu konfekt í mótslok og svo var skálað í Kristal og gætt sér á piparkökum og mandarínum.


Það er pakkfullt í trimmhópana okkar en hægt að skrá sig á biðlista hér.



Jólahraðmót BH trimmara
Jólahraðmót BH trimmara



Fullorðinshópur 1  Stigahæstu konur 1. Erla Rós 2. Sigga  Stigahæstu karlar 1. Guðjón 2.-3.sæti Huldar og Kristján
Fullorðinshópur 1 Stigahæstu konur 1. Erla Rós 2. Sigga Stigahæstu karlar 1. Guðjón 2.-3.sæti Huldar og Kristján



Fullorðinshópur 2  Stigahæstu karlar: 1. Hilmir 2. Hilmar  Stigahæstu konur: 1. Christine 2. Kata
Fullorðinshópur 2 Stigahæstu karlar: 1. Hilmir 2. Hilmar Stigahæstu konur: 1. Christine 2. Kata



Verðlaunahafar á Jólamóti trimmara hjá TBR þar sem tveir BH-ingar voru á verðlaunapalli. Frá vinstri: Sunna Karen nr. 1, Erla Rós nr. 2, Chen Elías nr. 2 og Dimitri nr. 1
Verðlaunahafar á Jólamóti trimmara hjá TBR þar sem tveir BH-ingar voru á verðlaunapalli. Frá vinstri: Sunna Karen nr. 1, Erla Rós nr. 2, Chen Elías nr. 2 og Dimitri nr. 1

Commentaires


bottom of page