Á sunnudaginn 19.janúar fer Gríslingamót ÍA fram á Akranesi. Þátttakendur eru 62 talsins frá fimm félögum, þar af 19 frá BH.
Dagskrá mótsins er eftirfarandi:
U9 (fædd 2013-2011) kl.10:00-12:00
U11 (fædd 2009 og 2010) kl.13:00-15:00
Gott er að vera mætt eigi síðar en 15 mínútum áður en mót hefst í hús.
Það verða tveir þjálfarar frá BH á staðnum, Elín Ósk og Siggi. Endilega merkja við sig hjá þeim þegar mætt er í hús, þau verða í svörtu BH peysunum svo þið sé auðvelt að finna þau.
Fyrirkomulag mótsins er þannig að börnunum er skipt í jöfn lið sem keppa sín á milli í einliðaleik. Það er því ekki birt nein sérstök niðurröðun fyrirfram heldur raða liðstjórar liðanna þeim á staðnum.
Við mælum með því að allir séu með vatnsbrúsa með sér og nesti en athugið að Íþróttahúsið við Vestugötu er hnetu- og fiskfrítt svæði og eru harðfiskur og allar vörur sem innihalda hnetur bannaðar í húsinu. Vörur sem innihalda hnetur eru t.d Corny og flestar orkustangir, margar tegundir af kexi, Nutella, hnetusmjör og fleira.
Mótsgjaldið er 500 krónur og þarf að leggja það inná reikning BH eigi síðar en á mánudaginn:
0545-26-5010 kt. 501001-3090
Góða skemmtun og gangi ykkur vel.
Commenti