Um helgina fór Landsbankamót ÍA fram á Akranesi og tóku 35 BH-ingar þátt. Keppt var í U11-U19 flokkum unglinga og stóð okkar fólk sig vel. BH-ingar komu með 34 verðlaun heim í Fjörðinn. Katla Sól Arnarsdóttir náði þeim frábæra árangri að sigra þrefalt í U13 flokknum. Þá náðu þau Rúnar Gauti í U13, Halla Stella í U15 og Gabríel Ingi í U19 þeim góða árangri að sigra tvöfalt í sínum flokkum.
Eftirfarandi unnu til verðlauna á mótinu:
Erik Valur Kjartansson, 1.sæti í einliðaleik í U11
Matthildur Thea Helgadóttir, 1.sæti í einliðaleik í U11
Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í U13A
Rúnar Gauti Kristjánsson, 1.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í U13
Elín Helga Einarsdóttir, 2.sæti í einliða- og tvíliðaleik í U13A
Angela Líf Kuforiji, 2.sæti tvíliðaleik í U13
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 1.sæti í tvíliða- og tvenndarleik, 2.sæti í einliðaleik í U15A
Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í aukaflokk í einliðaleik í U15A og 2.sæti í tvíliðaleik í U15
Birkir Darri Nökkvason, 1.sæti í einliðaleik í U1B og 2.sæti í tvíliðaleik í U15
Stefán Steinar Guðlaugsson, 2.sæti í tvenndarleik í U17
Jón Sverrir Árnason, 1.sæti í aukaflokk í einliðaleik í U17A og 2.sæti í tvenndarleik í U19
Arnar Svanur Huldarsson, 2.sæti í aukaflokk í einliðaleik í U17A
Brynjar Gauti Pálsson, 2.sæti í einliðaleik í U17B
Pálmi Snær Sveinsson, 1.sæti í aukaflokk í einliðaleik í U17B
Gabríel Ingi Helgason, 1.sæti í einliða- og tvíliðaleik í U19A
Kristian Óskar Sveinbjörnsson, 1.sæti í tvíliðaleik í U19
Steinþór Emil Svavarsson, 1.sæti í aukaflokk í einliðaleik í U19A
Natalía Ósk Óðinsdóttir, 1.sæti í tvíliða- og 2.sæti í tvenndarleik í U19
Sara Bergdís Albertsdóttir, 2.sæti í einliða- og tvíliðaleik í U19A
Lilja Berglind Harðardóttir, 1.sæti í tvenndar- og 2.sæti í tvíliðaleik í U19
Guðmundur Adam Gígja, 1.sæti í tvenndarleik í U19
Öll úrslit á Landsbankamóti ÍA má finna hér á tournamentsoftware.com.
Myndir frá mótinu eru væntanlegar á Facebook síðu BH.
Comments