Laugardaginn 9.nóvember fór Íslandsmót öldunga fram hjá okkur í Strandgötu. Um 40 leikmenn 35 ára og eldri tóku þátt, þar af 10 BH-ingar. Okkar fólk stóð sig vel og vann til fimm silfurverðlauna.
Erla Rós Heiðarsdóttir var í öðru sæti í einliðaleik kvenna 35 ára og eldri. Guðjón Ingi Guðmundsson var í öðru sæti í bæði tvíliða- og tvenndarleik í trimmflokki. Í tvíliðaleik spilaði hann með Jóni Sólmundssyni og tvenndarleik með Auði Kristínu Árnadóttur. Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com.
Mótið var glæsilegt, vel skipulagt af BSÍ og í flottri umgjörð á keppnismottum BH. BSÍ bauð uppá súpu í hádeginu sem starfsfólk BH útbjó.
Comments