Gleðilegt nýtt ár kæru BH-ingar og aðrir vinir og velunnarar. Hlökkum til að eiga með ykkur frábært badmintonár 2025 og þökkum kærlega fyrir það gamla. Æfingar hefjast strax í dag 2.janúar og er opið fyrir skráningar í nokkur laus pláss hér í Abler.
Árið 2024 var sigursælasta badmintonárið í 65 ára sögu félagsins en einnig svo gott á margan annan hátt. Hér eru helstu árangurstölur ársins.
14 Íslandsmeistaratitlar unglinga og 11 silfurverðlaun
2 þrefaldir unglingameistarar, Stefán Logi og Hrafnhildur Edda
5 lið í Deildakeppni BSÍ 2023-2024, flest allra félaga
1 lið, BH/ÍA sigraði í efstu deild
10 Íslandsmeistaratitlar fullorðinna og 4 silfurverðlaun
2 Íslandsmeistaratitlar hjá Gerdu í úrvalsdeild
15 menntaðir þjálfarar komu að þjálfun á árinu, þar af 8 konur
3 þjálfarar kláruðu ÍSÍ þjálfaranámskeið, 2 konur og 1 karl
2 þjálfarar kláruðu BSÍ þjálfaranámskeið, 1 kona og 1 karl
2 dómarar starfandi fyrir félagið, Sólveig og Snjólaug
1 dómari fór á alþjóðleg mót, Sólveig Ósk
7 einstaklingar í stjórn, 4 karla og 3 konur
5 starfsfólk í fullu starfi, 3 konur og 2 karlar
10 æfingahópar og nær allir stútfullir og biðlisti
5 sumarnámskeið þar sem 208 voru skráð
2 fræðslufyrirlestrar, næringar- og íþróttasálfræði
5 badmintonmót haldin af félaginu í Strandgötu
2 leikmenn í A-landsliðinu sem sigraði EM smáþjóða
15 leikmenn í landsliðshópum BSÍ
2 æfinga og keppnisferðir til Siglufjarðar
16 leikmenn í keppnisferð til Köben í september
3 leikmenn fóru í æfingabúðir til Greve í Danmörku
5 valin til að taka þátt í Nordic Camp æfingabúðum í Færeyjum
2 leikmenn fóru á alþjóðlegt mót í Lettlandi
2 leikmenn voru valdir í landsliðsverkefni í Hollandi
3 Fyrirmyndarfélagsviðurkenningar, badminton, borðtennis og félagið í heild
Fjölmörg opin hús og viðburðir fyrir BH-inga og fjölskyldur
Það verður erfitt að toppa þetta magnaða ár en það er svo sannarlega markmiðið.
Sjáumst hress í Strandgötu.
Comments