top of page
Search

Gerda, Una og Lúðvík sigruðu tvöfallt í Mosó

Meistarmót UMFA fór fram í Mosfellsbænum um helgina. Keppt var í úrvals, 1. og 2. deild fullorðinna. Til keppni voru skráðir 82 leikmenn, þar af 27 frá BH. Hafnfirðingar stóðu sig vel á mótinu, sýndu frábæra takta og komu með 15 verðlaun heim í Fjörðinn. Þrír leikmenn náðu þeim frábæra árangri að sigra tvöfallt á mótinu þær Gerda Voitechovskaja og Una Hrund Örvar í úrvalsdeild og Lúðvík Kemp í 2. deild.


Verðlaunahafar BH:


  • Gerda Voitechovskaja, 1.sæti í einliða og tvíliða, 2.sæti í tvenndar í úrvalsdeild

  • Una Hrund Örvar, 1.sæti í tvíliða og tvenndarleik í úrvalsdeild

  • Róbert Ingi Huldarsson, 2.sæti í einliðaleik í úrvalsdeild

  • Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í úrvalsdeild

  • Rakel Rut Kristjánsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í úrvalsdeild

  • Lena Rut Gígja, 2.sæti í tvíliðaleik í 1. deild

  • Lúðvík Kemp, 1.sæti í einliða og tvíliðaleik í 2. deild

  • Hákon Kemp, 1.sæti í tvíliðaleik í 2. deild

  • Dagur Örn Antonsson, 2.sæti í tvíliðaleik í 2. deild

  • Helgi Sigurgeirsson, 2.sæti í tvíliðaleik í 2. deild

  • Erla Rós Heiðarsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í 2. deild



Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir af verðlaunahöfum hér á Facebook.


Þökkum Badmintondeild Aftureldingar fyrir vel skipulagt mót og óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn.



Allt BH-ingar á verðlaunapallinum í tvíliðaleik kvenna í úrvalsdeild. Gerda og Una í 1.sæti og Natalía og Rakel í 2.sæti.
Allt BH-ingar á verðlaunapallinum í tvíliðaleik kvenna í úrvalsdeild. Gerda og Una í 1.sæti og Natalía og Rakel í 2.sæti.


Allt BH-ingar á verðlaunapallinum í tvíliðaleik karla í 2.deild. Lúðvík og Hákon í 1.sæti og Helgi og Dagur í 2.sæti.
Allt BH-ingar á verðlaunapallinum í tvíliðaleik karla í 2.deild. Lúðvík og Hákon í 1.sæti og Helgi og Dagur í 2.sæti.

Comments


bottom of page