Badmintonveturinn er hafin af fullum krafti og keppnistímabilið að fara af stað líka. Fyrsta mótið er Einliðaleiksmót TBR sem fer fram föstudagskvöldið 6. september en þar er aðeins keppt í Úrvalsdeild fullorðinna og má sjá niðurröðun hér. Fyrsta barna- og unglingamótið verður svo helgina 14.-15.september og hvetjum við keppnisglaða BH-inga til að skrá sig. Upplýsingar um fyrstu mót vetrarins má finna hér fyrir neðan en neðst í fréttinni eru almennar upplýsingar um badmintonmót.
Reykjavíkurmeistaramót barna og unglinga - 14.-15.sept 2024
Staðsetning: Í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur, Gnoðarvogi 1 , Reykjavík
Dagsetning: 14. - 15. september 2024.
Flokkar og keppnisfyrirkomulag: U13-U19. Keppt verður í tvíliða- og tvenndarleik í getuskiptum riðlum. Mótið hentar því bæði fyrir lengra og styttra komna en við mælum ekki með því fyrir þau sem voru að byrja að æfa núna í haust heldur bíða þar til þau eru komin betur af stað. Allir þátttakendur þurfa að þekkja reglurnar og geta verið teljarar hjá öðrum.
Keppt er í tvíliðaleik á laugardegi og í tvenndarleik á sunnudegi. Mótið hefst báða dagana klukkan 10:00.
Mótsgjöld:
2.000 kr á mann fyrir tvíliðaleik
2.000 kr á mann fyrir tvenndarleik.
Mótsgjaldið þarf að greiða inná reikning BH eigi síðar en mánudegi eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.
Skráning: Fer fram á þessu eyðublaði og lýkur sunnudaginn 8.september.
Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.
Meistaramót UMFA - 21.-22.sept 2024
Staðsetning: Íþróttamiðstöðin að Varmá (Mosfellsbær)
Flokkar: Úrvals, 1. og 2.deild fullorðinna. Hentar aðeins fyrir vant keppnisfólk 15 ára og eldri. Hægt að fá undanþágu frá aldri í sérstökum tilfellum.
Keppnisfyrirkomulag: Útsláttur í einliðaleik. Riðlar í tvíliða- og tvenndarleik. Stefnt er að því að hver grein verði spiluð út á einum degi en raðað verður niður á daga eftir skráningu.
Mótanefnd UMFA áskilur sér rétt á að spila 1 umferð í völdum greinum föstudagskvöldið 20. september, ef þátttaka og uppröðun kallar á slíkt.
Mótsgjöld: 4.000 kr hver grein. Vinsamlega leggið mótsgjöld inn eigi síðar en á mánudegi eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.
Skráning: Skráning BH-inga fer fram á þessu eyðublaði og lýkur sunnudaginn 15.september.
Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.
Almennt um badmintonmót
Yfirlit yfir öll mót vetrarins má finna á badminton.is undir mótamál og mótaskrá.
BH-ingar sem vilja taka þátt í mótum þurfa að skrá sig á þar til gerð eyðublöð í Sportabler eða með tölvupósti til bh@bhbadminton.is innan skráningarfrestsins sem gefinn er upp. Mótsgjöld þarf að greiða við skráningu í Sportabler eða inná reikning BH eigi síðar en daginn eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.
Allir sem skrá sig á mót þurfa að kunna reglurnar nokkuð vel og treysta sér til að vera teljarar á leikjum hjá öðrum keppendum. Á lang flestum barn og unglingamótum þurfa þátttakendur að setjast upp í dómarastól að sínum leik loknum og telja stig í næsta leik á eftir.
Nýtt keppnisfyrirkomulag verður á unglingamótum í vetur. Ekki verða nein sérstök A og B mót eins og þekktist áður heldur verða öll mótin nema tvö spiluð í geturöðuðum riðlum. Sjá nánar með því að smella hér.
Fullorðinsmót henta aðeins fyrir mjög vant keppnisfólk 15 ára og eldri. Fullorðnir ættu að byrja á að prófa að keppa í svokölluðum trimmótum en gætu svo í kjölfarið keppt í 2.deild fullorðinna.
Um að gera að leita ráða hjá þjálfurum við val á mótum.
Aldursflokkaskiptingar barna og unglinga veturinn 2024-2025 U9 - fædd 2016 og síðar U11 - fædd 2014 og 2015 U13 - fædd 2012 og 2013 U15 - fædd 2010 og 2011 U17 - fædd 2008 og 2009 U19 - fædd 2006 og 2007
Comments