top of page
Search

Frídagar framundan

Nú styttist í að vetrartímabilinu ljúki hjá okkur en síðasti æfingadagur þessa vetrar er fimmtudagurinn 17.maí. Eftir það förum við í sumarfrí en stefnum á að vera með sumarnámskeið fyrir börn og unglinga og æfingar fyrir keppnishópa frá miðjum júní. Nánari upplýsingar um sumardagskrána liggja fyrir í lok maí.

Bendum einnig á að það verða ekki fleiri sunnudagsæfingar þennan veturinn, Íþróttahúsið við Strandgötu er lokað fyrir æfingar um helgar frá maí til ágúst, og einnig á rauðum dögum.

Viðburðir og frídagar framundan...

mánudagur 30.apríl - U11 aukaæfing kl.16-17 þriðjudagur 1.maí - Íþróttahúsið lokað - engar æfingar fimmtudagur 3.maí - U9 aukaæfing kl.17-18 laugardagur 5.maí - Snillingamót BH sunnudagur 6.maí - Íþróttahúsið lokað - engar æfingar mánudagur 7.maí - U11 aukaæfing kl.16-17 fimmtudagur 10.maí - Uppstigningardagur - Íþróttahúsið lokað - engar æfingar sunnudagur 13.maí - Íþróttahúsið lokað - engar æfingar mánudagur 14.maí - Vormót BH trimmara kl.20-22 fimmtudagur 17.maí - Síðasti æfingadagur vetrarins - nánar síðar

Comments


bottom of page