Bikarmót BH fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu um helgina. Til keppni voru skráðir 113 börn og unglingar frá 4 félögum, þar af 47 frá BH.
Keppt var í einliðaleik í riðlum sem voru styrkleikaraðaðir svo að sem flestir myndu eiga kost á að mæta jafningjum. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er notað hér á landi í badmintonkeppni svo vitað sé til og er óhætt að segja að úr hafi orðið frábær keppni. Sérstaklega mikið var um jafna leiki, fáir sem lentu í því að tapa stórt og sigurvegararnir mun fleiri en vanalega eða 23 talsins.
Sigurvegarar í hverjum riðli fengu bikar og allir þátttakendur fengu glaðning að keppni lokinni.
Af 23 Bikarmeisturum komu 14 frá BH:
Birkir Darri Nökkvason, U11B
Erik Valur Kjartansson, U11 C
Gunnar Egill Guðlaugsson, U11 D
Stefán Logi Friðriksson, U11 E
Guðbjörg Skarphéðinsdóttir, U13 A
Brynjar Gauti Pálsson, U13 D
Úlfur Stefánsson, U13 E
Freyr Víkingur Einarsson, U15 B
Jón Sverrir Árnason, U15 C
Natalía Ósk Óðinsdóttir, U15 B
Kristinn Breki Hauksson, U17-U19 B
Sebastían Vignisson, U17-U19 C
Katrín Vala Einarsdóttir, U17-U19 A
Karolina Prus, U17-U19 B
Takk fyrir frábæra helgi!
Commentaires