top of page
Search

Frábær árangur í Mosó

Updated: Feb 20

Stór og glæsilegur hópur frá BH tók þátt í Unglingamóti Aftureldingar og ÍGF í Mosfellbænum um helgina, um 40 börn og unglingar. Keppt var í einliðaleik í U9-U19 flokkunum og tvíliðaleik í U13-U19.


Okkar fólk stóð sig vel og sýndi mörg glæsileg tilþrif. Keppt var í geturöðuðum riðlum þannig að flestir fengu jafna leiki.


Allir þátttakendur í U9 og U11 flokkunum fengu viðurkenningu fyrir þáttökuna sem var svitaband og vatnsbrúsi frá RSL. Þá fengu efstu tveir keppendur í riðlunum í U13-U19 verðlaunapening og sigurvegarinn auk þess vatnsbrúsa frá RSL. 23 verðlaun komu í hlut BH-inga á mótinu sem er frábær árangur og voru verðlaunahafar eftirfarandi.


U13


  • Sigurður Bill Arnarsson, 1.sæti í A-riðli í tvíliðaleik og D-riðli í einliðaleik

  • Ágúst Malek Hassan, 1.sæti í C-riðli í einliðaleik

  • Kristín Eldey Steingrímsdóttir, 1.sæti í D-riðli í einliða og 2.sæti í B-riðli í tvíliða

  • Lilja Guðrún Kristjánsdóttir, 2.sæti í B-riðli í tvíliðaleik

  • Katrín Sunna Erlingsdóttir, 2.sæti í D-riðli í tvíliðaleik

  • Sandra Rós Thorlacius, 2.sæti í D-riðli í tvíliðaleik

  • Sandra María Hjaltadóttir, 2.sæti í F-riðili í einliða og E-riðli í tvíliða

  • Eva Sóley Jóhannsdóttir, 2.sæti í E-riðli í tvíliðaleik


U15


  • Lúðvík Kemp, 1.sæti í A-riðli í einliða og tvíliðaleik.

  • Hákon Kemp, 1.sæti í A-riðli í tvíliðaleik

  • Erik Valur Kjartansson, 2.sæti í A-riðli í einliðaleik

  • Hilmar Karl Kristjánsson, 1.sæti í B-riðli í einliða og 2.sæti í tvíliða

  • Birnir Hólm Bjarnason, 2.sæti í B-riðli í tvíliðaleik

  • Aron Snær Kjartansson, 2.sæti í C-riðli í einliðaleik og 1.sæti í tvíliða

  • Sölvi Leó Sigfússon, 1.sæti í C-riðli í tvíliðaleik

  • Barbara Jankowska, 2.sæti í tvíliðaleik


U17


  • Baldur Freyr, 1.sæti í C-riðli í einliðaleik


Nánari úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir hér á Facebook.


Næsta unglingamót verður á Akranesi 8.-9.mars og þar verður keppt í einliða og tvenndarleik í U13-U19.


Flottur hópur BH-inga sem keppti í U9 flokknum á Unglingamóti Aftureldingar og ÍGF 2025.
Flottur hópur BH-inga sem keppti í U9 flokknum á Unglingamóti Aftureldingar og ÍGF 2025

Comments


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page