Um helgina fór Óskarsmót KR fram í Frostaskjólinu. Keppt var í úrvals, 1. og 2.deild í fullorðinsflokkum og gaf mótið stig á styrkleikalista BSÍ. 23 BH-ingar voru skráðir til keppni og stóðu sig vel. 20 verðlaun komu með heim í Hafnarfjörðinn. Þrjár BH stelpur náðu þeim frábæra árangri að sigra tvöfalt á mótinu en það voru þær Una Hrund, Lena Rut og Katla Sól.
Verlaunahafar BH voru eftirfarandi:
Una Hrund Örvar, 1.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í Úrvalsdeild
Gerda Voitechovskaja, 1.sæti í tvíliðaleik í Úrvalsdeild
Gabríel Ingi Helgason, 2.sæti í einliðaleik í Úrvalsdeild
Rakel Rut Kristjánsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í Úrvalsdeild
Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í Úrvalsdeild
Guðmundur Adam Gígja, 2.sæti í tvíliðaleik í 1.deild
Steinþór Emil Svavarsson, 2.sæti í tvíliðaleik í 1.deild
Stefán Steinar Guðlaugsson, 2.sæti í tvenndarleik og einliðaleik í aukaflokki í 1.deild
Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir, 2.sæti í tvenndarleik í 1.deild
Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í einliða- og tvíliða í 1.deild og 2.sæti í tvenndar 2.deild
Lena Rut Gígja, 1.sæti í tvílið og 2.sæti í einliða í 1.deild og 1.sæti í tvenndar í 2.deild
Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í tvenndarleik og 2.sæti í einliðaleik í 2.deild
Adam Elí Ómarsson, 2.sæti í tvenndarleik í 2.deild
Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com. Myndir af verðlaunahöfum BH má finna hér á Facebooksíðu BH.
Comments