top of page
Search

Flottur árangur í Þorlákshöfn

Unglingamóti Þórs fór fram í Þorlákshöfn um síðustu helgi. Nokkrir voru að keppa í sínu fyrsta móti og stóðu sig mjög vel. Ellefu BH-ingar unnu til verðlauna.

Í U17-U19 sigruðu Karítas Perla Elídóttir og Sif Guðmundsdóttir í tvíliðaleik í stúlknaflokki og Kristján Ásgeir Svavarsson og Sebastían Vignisson í piltaflokki. Sebastían sigraði einnig í einliðaleik og Sif var í öðru sæti.

Í U15 flokknum sigraði Natalía Ósk Óðinsdóttir í einliðaleik og Karítas Perla Elídóttir var í öðru sæti. Natalía Ósk sigraði einnig í tvíliðaleik með Söru Bergdísi Albertsdóttur. Í tvíliðaleik sveina sigruðu Freyr Víkingur Einarsson og Þorleifur Fúsi Guðmundsson og Jón Sverrir Árnason var í öðru sæti ásamt Valgarði Erni frá Hamri.

Í U13 flokknum sigraði Jón Víðir Heiðarsson í einliðaleik hnokka og Guðbjörg Skarphéðinsdóttir sem spilaði með Margréti frá TBS var í öðru sæti í tvíliðaleik táta.

U11 flokkurinn spilaði bara einliðaleik og fengu allir 3-4 leiki og þátttökuverðlaun að móti loknu.

Nánari úrslit má finna á tournamentsoftware.com.

Comments


bottom of page