top of page
Search

Flottur árangur á Vetrarmóti unglinga

Um helgina fór Vetrarmót unglinga fram í TBR húsunum. Keppt var í einliða- og tvenndarleik í U13-U19 og voru 35 BH-ingar skráðir til keppni.


Spilað var í geturöðuðum riðlum og því mikið um jafna og skemmtilega leiki. Okkar fólk stóð sig vel og voru sér og sínum til sóma um helgina. Sólrún Anna og Guðmundur Adam stóðu þjálfaravaktina og voru frábær í að hvetja okkar fólk til dáða.


Hákon Kemp og Laufey Lára Haraldsdóttir náðu þeim frábæra árangri að sigra í sínum riðlum í bæði einliða- og tvenndarleik.


Eftirfarandi BH-ingar unnu til verðlauna í einliðaleik á mótinu:


  • Marikó Erla Sigurgeirsdóttir, 1.sæti í U13F

  • Lúðvík Kemp, 1.sæti í U15A

  • Hákon Kemp, 1.sæti í U15B

  • Erik Valur, 2.sæti í U15B

  • Aron Snær, 2.sæti í U15C

  • Laufey Lára, 1.sæti í U15A

  • Helgi Sigurgeirs, 1.sæti í U17-U19D

  • Katla Sól, 2.sæti í U17-U19A


Eftirfarandi BH-ingar unnur til verðlaun í tvenndarleik á mótinu:


  • Ágúst Malek og Lilja Guðrún, 1.sæti í U13B

  • Kári Bjarni og Adríana (TBS), 2.sæti í U13B

  • Daniel og Kristín Eldey, 2.sæti í U13C

  • Katrín Sunna og Róbert Tinni (Hamar), 2.sæti í U13D

  • Hákon og Laufey, 1.sæti í U15A

  • Erik Valur og Júlía (Tindastól), 1.sæti í U15B

  • Helgi og Þórdís María, 2.sæti í U17-U19B


Til hamingju verðlaunahafar.


Nánari úrslit mótsins má finna hér á tournamentsofware.com og fullt af flottum myndum á Facebook síðu TBR.


Hákon og Laufey sigruðu bæði í tvenndarleik og einliðaleik á Vetrarmóti unglinga 2024
Hákon og Laufey sigruðu bæði í tvenndarleik og einliðaleik á Vetrarmóti unglinga 2024

Comments


bottom of page