top of page
Search

Flottur árangur á Reykjavíkurleikunum

Keppt var í badminton unglinga á Reykjavíkurleikunum um helgina í TBR húsinu. 120 leikmenn voru skráðir til keppni, þar af 28 frá BH. Einnig voru á meðal keppenda um 30 leikmenn frá Færeyjum sem var mjög skemmtileg tilbreyting fyrir íslensku leikmennina.


Okkar fólk náði flottum árangri á mótinu, spiluðu fullt af flottum leikjum og komu með 22 verðlaun heim í Hafnarfjörð. Erik Valur Kjartansson náði þeim einstaka árangri að sigra þrefalt á mótinu.


Verðlaunahafar BH:


  • Erik Valur Kjartansson, 1.sæti í einliða og tvenndarleik í U13 og 1.sæti í tvíliðaleik í U15

  • Lilja Guðrún Kristjánsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í aukaflokki í einliðaleik í U13

  • Hilmar Karl Kristjánsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Birnir Hólm Bjarnason, 2.sæti í einliða- og tvíliðaleik í U13

  • Birnir Breki Kolbeinsson, 2.sæti í aukaflokk í einliðaleik U15

  • Lúðvík Kemp, 1.sæti í aukaflokk í einliðaleik U15

  • Hákon Kemp, 2.sæti í aukaflokk í einliðaleik U15

  • Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, 1.sæti í tvíliða og tvenndarleik og 2.sæti í einliðaleik í U17

  • Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í tvenndar og 2.sæti í einliða í U17 og 2.sæti í tvíliða í U19.

  • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 2.sæti í tvenndarleik í U17

  • Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í U17

  • Birkir Darri Nökkvason, 2.sæti í tvíliðaleik í U17

  • Rúnar Gauti Kristjánsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U17

  • Adam Elí Ómarsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U19


Nánari úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com


Fjölmargar frábærar myndir frá keppni helgarinnar má finna á Facebook síðu TBR. Hér eru myndir sem Kristín Þóra tók og hér myndir sem Árni Gestur tók.


Til hamingju með árangurinn og takk fyrir skemmtilega helgi.


Erik Valur Kjartansson sigraði þrefalt á mótinu um helgina. Ljósmyndari: Kristín Þóra/TBR
Erik Valur Kjartansson sigraði þrefalt á mótinu um helgina. Ljósmyndari: Kristín Þóra/TBR


コメント


bottom of page