top of page
Search

Fínn árangur á Reykjavíkurmóti fullorðinna

Reykjavíkurmót fullorðinna fór fram í TBR húsunum um helgina. Keppendur voru um 90 talsins, þar af 31 frá BH. BH-ingar náðu fínum árangri á mótinu, unnu 6 gull og 6 silfur. Una Hrund Örvar náði þeim frábæra árangri að sigra tvöfalt í úrvalsdeild, bæði tvíliða- og tvenndarleik.


Verðlaunahafar BH voru eftirfarandi:


  • Una Hrund Örvar, 1.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í Úrvalsdeild

  • Brynjar Már Ellertsson, 1.sæti í tvenndarleik í Úrvalsdeild

  • Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í Úrvalsdeild

  • Rakel Rut Kristjánsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í Úrvalsdeild

  • Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í einliðaleik í 1.deild

  • Katla Sól Arnarsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í 1.deild

  • Jón Víðir Heiðarsson, 2.sæti í einliðaleik í 1.deild

  • Birkir Darri Nökkvason, 1.sæti í tvenndarleik í 2.deild

  • Elín Helga Einarsdóttir, 1.sæti í tvenndarleik í 2.deild

  • Snædís Sól Ingimundardóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í 2.deild

  • Þórdís María Róbertsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í 2.deild


Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com. Myndir frá mótinu eru á Facebook síðu TBR.


Þökkum Badmintonráði Reykjavíkur fyrir vel skipulagt mót og flottar myndir af keppendum.



Verðlaunahafar í tvíliðaleik kvenna í úrvalsdeild á Reykjavíkurmóti fullorðinna. Una, BH og Lilja, TBR í 1.sæti. Rakel og Natalía, BH í 2.sæti.
Verðlaunahafar í tvíliðaleik kvenna í úrvalsdeild á Reykjavíkurmóti fullorðinna. Una, BH og Lilja, TBR í 1.sæti. Rakel og Natalía, BH í 2.sæti.

Commentaires


bottom of page