top of page
Search

Erla Björg nýr formaður BH og Hörður heiðursfélagi

Aðalfundur Badmintonfélags Hafnarfjarðar fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í kvöld. Á fundinum lauk Hörður Þorsteinsson meira en 35 ára stjórnarstörfum fyrir félagið, þar af 33 sem formaður. Við keflinu tók Erla Björg Hafsteinsdóttir sem verið hefur varaformaður félagsins um nokkurra ára skeið. Erla Björg er félagsmönnum vel kunnug enda sigursælasti leikmaður félagsins frá upphafi og mikill BH-ingur. Hún vann fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í efsta flokki í badminton árið 2009 og þrjá titla eftir það, varð heimsmeistari öldunga 2019 auk fjölda annarra titla.


Í tilefni tímamótanna hjá Herði, sem nýlega tók við embætti gjaldkera ÍSÍ, voru honum færðar miklar þakkir fyrir frábær störf. Aðalbjörg Óladóttir, varaformaður Íþróttabandalags Hafnarfjarðar, veitti honum gullmerki ÍBH og færði honum kveðjur stjórnar bandalagsins. Kristján Daníelsson, formaður BSÍ, tók einnig til máls og þakkaði Herði fyrir vel unnin störf og gott samstarf en Hörður hefur þegar fengið gullmerki BSÍ. Þá tilkynnti Erla Björg, nýkjörinn formaður, að aðalstjórn BH hefði ákveðið að kjósa Hörð fyrsta Heiðursfélaga BH. Hún færði honum skjal þess efnis auk blómvandar og badmintonspaða þar sem hann sagðist í ávarpi sínu als ekki hættur að spila þó hann væri ekki lengur formaður. Þá fékk hann standandi lófaklapp frá fundarmönnum og mörg faðmlög.


Aðrir stjórnarmenn en Hörður sitja áfram í stjórnum félagsins á nýju tímabili en nýr í stjórn badmintondeildar kom Sebastian Vignisson og nýr í aðalstjórn Kristján Arnór Kristjánsson. Smellið hér til að finna upplýsingar um stjórnir og nefndir BH.


Á fundinum voru samþykktar töluverðar breytingar á lögum félagsins en þær voru allar gerðar til að einfalda lögin og færa þau nær því fyrirkomulagi sem er á félaginu í dag. Smellið hér til að skoða lagabreytingar.


Að öðru leiti var aðalfundurinn nokkuð hefðbundinn. Ítarleg ársskýrsla beggja deilda lá prentuð fyrir á fundinum og má finna hana með því að smella hér. Endurskoðaðir reikningar félagsins lágu einnig fyrir og voru samþykktir einróma ásamt áætlun árins 2024. Reikninga og áætlun næsta árs má finna aftast í ársskýrslunni eða með því að smella hér.


Mjög fín mæting var á aðalfundinn, 27 félagsmenn auk gesta. Fundarstjóri var Frímann Ari Ferdinandsson og fundarritari Anna Lilja Sigurðardóttir.



Hörður Þorsteinsson, 1. Heiðursfélagi BH og fyrrverandi formaður, og Erla Björg Hafsteinsdóttir, nýkjörin formaður BH.
Hörður Þorsteinsson, 1. Heiðursfélagi BH og fyrrverandi formaður, og Erla Björg Hafsteinsdóttir, nýkjörin formaður BH.


Frímann Ari Ferdinandsson stýrði fundinum af röggsemi.
Frímann Ari Ferdinandsson stýrði fundinum af röggsemi.


Hörður Þorsteinsson, fráfarandi formaður og handhafi gullmerkis ÍBH, og Aðalbjörg Óladóttir, varaformaður ÍBH.
Hörður Þorsteinsson, fráfarandi formaður og handhafi gullmerkis ÍBH, og Aðalbjörg Óladóttir, varaformaður ÍBH.


Hörður Þorsteinsson, fráfarandi formaður BH, og Kristján Daníelsson, formaður BSÍ.
Hörður Þorsteinsson, fráfarandi formaður BH, og Kristján Daníelsson, formaður BSÍ.



Hörður og Frímann hafa báðir starfað fyrir BH um margra áratuga skeið.
Hörður og Frímann hafa báðir starfað fyrir BH um margra áratuga skeið.


Comentarios


bottom of page