Deildakeppni BSÍ, Íslandsmót fullorðinsliða í badminton veturinn 2024-2025 verður spiluð á tveimur helgum eftir áramót í TBR húsunum, 7.-8.febrúar og 29. mars. Biðjum leikmenn sem hafa gefið kost á sér í lið að taka þessa daga frá.
Keppt verður í þremur deildum, úrvals, 1. og 2. deild. Sautján lið eru skráð til keppni, þar af sex frá BH, 1 í úrvalsdeild, 2 í 1. deild og 3 í 2. deild.
Niðurröðun keppninnar og tímasetningar einstakra leikja má finna hér á tournamentsoftware.com.
Comments