top of page
Search

Deildakeppni BSÍ að hefjast

Deildakeppni BSÍ 2022-2023 sem er Íslandsmót fullorðinsliða í badminton hefst mánudaginn 7.nóvember og stendur yfir fram í apríl á næsta ári. Keppt verður í þremur deildum: úrvals-, 1. og 2.deild. Þrettán lið eru skráð til keppni þar af 6 frá BH sem jafnframt er með flest lið í keppninni í ár.


Keppnin er spiluð í riðlum þar sem öll lið mætast heima og heiman. Einn riðill í úrvals og 1.deild en tveir riðlar í 2.deild og svo spilað um sæti. Upplýsingar um leikmenn liða og tímasetningar leikja má finna hér á tournamentsoftware.com. Upplýsingar um keppnisfyrirkomulag, reglur o.fl. má finna hér á badminton.is. Kynningu á BH liðunum má finna hér neðar í fréttinni.


Hvetjum BH-inga til að vera duglega að mæta á leiki og hvetja okkar fólk. Fyrsti leikur BH er útileikur hjá BH ungum í 2.deild gegn UMFA í Mosfellsbænum fimmtudaginn 10.nóvember kl.20:00.


BH-ingar í Deildakeppni BSÍ 2022
BH-ingar í Deildakeppni BSÍ 2022

Úrvalsdeild


Lið BH úr Úrvalsdeildinni


BH-A Erla Björg Hafsteinsdóttir - fyrirliði Gerda Voitechovskaja Sólrún Anna Ingvarsdóttir Una Hrund Örvar Brynjar Már Ellertsson Davíð Phuong Xuan Nguyen Gabríel Ingi Helgason Róbert Ingi Huldarsson Leikir liðsins


BH-B Guðmundur Adam Gígja Halla Stella Sveinbjörnsdóttir Natalía Ósk Óðinsdóttir Rakel Rut Kristjánsdóttir Steinþór Emil Svavarsson - fyrirliði Leikir liðsins


1.deild


Lið BH í 1.deild


BH Anna Lilja Sigurðardóttir - fyrirliði Anna María Þorleifsdóttir Borgar Ævar Axelsson Emil Hechmann Harpa Hilmisdóttir Kjartan Ágúst Valsson Kristian Óskar Sveinbjörnsson Kristinn Ingi Guðjónsson Kristján Arnór Kristjánsson Ólafur Örn Guðmundsson Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir Leikir liðsins


BH/ÍA/TBS Askur Máni Stefánsson - fyrirliði

Halla María Gústafsdóttir Helgi Grétar Gunnarsson Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir - TBS Jón Sverrir Árnason Katla Sól Arnarsdóttir Lilja Berglind Harðardóttir Máni Berg Ellertsson - ÍA Sebastian Vignisson Stefán Steinar Guðlaugsson Leikir liðsins


2.deild


Lið BH í 2.deild


BH ungir Adam Elí Ómarsson Elín Helga Einarsdóttir Freyr Víkingur Einarsson Jón Víðir Heiðarsson Kristján Ásgeir Svavarsson Lena Rut Gígja Stefán Logi Friðriksson Þorleifur Fúsi Guðmundsson Leikir liðsins (á eftir að bætast við leikir um sæti í apríl)


BH gamlir Elín Ósk Traustadóttir Erla Rós Heiðarsdóttir Garðar Hrafn Benediktsson Halldór Axel Axelsson Helgi Valur Pálsson Hrafn Örlygsson Katrín Stefánsdóttir Kári Þórðarson - fyrirliði Óskar Ingólfsson Rafn Magnús Jónsson


Fyrirliðar BH liðanna í Deildakeppni BSÍ 2022-2023



Comments


bottom of page