top of page
Search

Dans í Strandgötu og mót í TBR

Um helgina fer Íslandsmót í dansi fram í Strandgötunni það verða því hvorki æfingar á sunnudag né opinn tími. Æfing U9 hópsins verður í staðinn á laugardag í Strandgötu með foreldrum kl.10-11 og U13 hópnum býðst að koma á aukaæfingu með U11 á föstudag kl.15-16. Helgaræfing U11 hópsins fellur alveg niður enda flest þeirra að keppa í TBR á laugardaginn og þau þegar með æfingu á föstudag.


Í TBR húsinu fer fram um helgina Landsbankamót ÍA þar sem krakkar í U11, U13 og U15 flokkunum etja kappi. 145 keppendur eru skráðir, þar af 33 frá BH. U15 flokkurinn spilar á föstudag kl.17:45-22 og svo eru úrslitaleikir á laugardag. U11 og U13 flokkarnir spila á laugardaginn kl.9-20. Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar mótsins. Hægt er að ýta á nafn keppanda til að sjá fyrstu leiki en það fer eftir því hvernig gengur hversu marga leiki hver leikmaður fær.


Ræktin í Strandgötu verður opin kl.10-17 á laugardaginn og 10-18 á sunnudaginn.


Góða helgi!





Comments


bottom of page