top of page
Search

Borðtennisfólk BH 2024

Þau Sól Kristínardóttir Mixa og Magnús Gauti Úlfarsson eru borðtennisfólk BH 2024.


Sól Kristínardóttir Mixa náði besta árangri 2024 sem nokkur borðtenniskona úr Hafnarfirði hefur náð. Hún varð Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna og Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna ásamt Aldísi Rún Lárusdóttur úr KR. Sól var fyrirliði tveggja liða, liðs BH sem varð bikarmeistari og liðs BH í efstu deild kvenna þar sem BH varð deildarmeistari í fyrsta sinn í sögunni og rauf 34 ára sigurgöngu Víkings og KR. Sá árangur sem Sól hefur náð á þessu ári er slíkur að leita þarf áratugi aftur í tímann til að finna jafnoka hennar, ef það er yfir höfuð mögulegt að finna

slíkan árangur í borðtennissögu Íslands. Sól lauk einnig síðasta keppnistímabilinu sínu í unglingaflokkum á árinu þar sem hún vann alla Íslandsmeistaratitla sem hægt er að vinna: einliðaleik, tvíliðaleik, tvenndarleik og liðakeppni í flokki u19 ára. Sól hlaut auk þess silfurverðlaun í tvenndarleik á Íslandsmótinu ásamt Magnúsi Gauta Úlfarssyni úr BH. Ásamt því að spila á Íslandi er Sól samningsbundin sænska 1. deildarliðinu Åstorp BTK og er fastakona í landsliði Íslands. Hún var valin borðtenniskona ársins 2024 af Borðtennissambandi Íslands.


Magnús Gauti Úlfarsson vann silfurverðlaun í öllum þremur keppnisgreinunum á Íslandsmótinu í ár, einliðaleik, tvíliðaleik ásamt Birgi Ívarssyni úr BH og tvenndarleik ásamt Sól Kristínardóttur Mixa úr BH. Magnús Gauti var í liði BH sem sigraði í bikarkeppninni í meistaraflokki.


Sól Kristínardóttir Mixa og Magnús Gauti Úlfarsson
Bikarmeistarar 2024. Þorbergur Freyr, Sól og Magnús Gauti.

Commentaires


bottom of page