Bikarmót BH fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu helgina 20.-22.apríl. Til keppni eru skráðir 113 leikmenn frá fjórum félögum: 53 frá TBR, 47 frá BH, 9 frá ÍA og 4 frá Aftureldingu.
Gróf dagskrá mótsins er eftirfarandi:
Föstudagur
U17-U19 - kl.17:00-21:30
Laugardagur
U11 - kl.10:00-16:00
Sunnudagur
U15 og U13 stelpur - kl.9:00-14:30
U13 strákar - kl.14:25-18:30
Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna á tournamentsoftware.com
Keppendur þurfa að skiptast á að telja og eru foreldrar hvattir til að aðstoða við það því það verður frekar stutt á milli leikja.
Allir fá verðlaun að keppni lokinni og sigurvegari í hverjum riðli fær bikar.
Mótsgjaldið er 2.000 kr á mann sem iðkendur greiða til síns félags. BH-ingar leggja sín mótsgjöld inná reikning BH: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.
Sjáumst hress í Strandgötunni!
Comentarios