top of page
Search

BH-ingar fjölmennastir, prúðastir og með 31 verðlaun

Íslandsmót unglinga fór fram á Akranesi um helgina. 150 leikmenn tóku þátt í mótinu frá 8 félögum og var Badmintonfélag Hafnarfjarðar með fjölmennasta hópinn, 48 keppendur. BH-ingar voru mjög sigursælir á mótinu, unnu 31 verðlaun og 12 Íslandsmeistaratitla og voru auk þess valdir prúðasta félagið í mótslok.

Tveir BH-ingar fengu fullt hús á mótinu þ.e. sigruðu í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik en það voru þær Halla Stella Sveinbjörnsdóttir í U11 og Katrín Vala Einarsdóttir í U17 sem náðu þessum einstaka árangri.

Verðlaunahafar Badmintonfélags Hafnarfjarðar voru eftirfarandi:

Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í U11 Katla Sól Arnarsdóttir, Íslandsmeistari í tvíliðaleik í U11 Guðbjörg Skarphéðinsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U13 Hjördís Eleonora, 2.sæti í tvíliðaleik í U13 Steinþór Emil Svavarsson, Íslandsmeistari í einliðal. í U15 og 2.sæti í tvíliðal. í U15 Sara Bergdís Albertsdóttir, Íslandsmeistari í einliðal. í U15B og 2.sæti í tvíliðal. í U15 Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í U15B Þorleifur Fúsi Guðmundsson, Íslandsmeistari í einliðaleik í U15B Jón Sverrir Árnason, 2.sæti í einliðaleik í U15B Hákon Daði Gunnarsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U15 Gabríel Ingi Helgason, 2.sæti í tvenndarleik í U15 Katrín Vala Einarsdóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í U17 Halla María Gústafsdóttir, Íslandsmeistari í tvíliðal., 2.sæti í einliða og tvenndar í U17 Karolina Prus, 2.sæti í tvíliðaleik í U17 Ísabella Mist Heiðarsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í U17-U19B Sólrún Anna Ingvarsdóttir, 2.sæti í einliða-, tvíliða- og tvenndarl. í U19 Sebastían Vignisson, Íslandsmeistari í einliðaleik í U19B Kristján Ásgeir Svavarsson, 2.sæti í einliðaleik í U19B Kristinn Breki Hauksson, 2.sæti í tvíliðaleik í U19 Þórður Skúlason, 2.sæti í tvenndarleik í U19 Una Hrund Örvar, 2.sæti í tvíliðaleik í U19

Til hamingju BH-ingar með frábæran árangur!

Comments


bottom of page