Hér fyrir neðan er listi yfir sniðugar badmintonæfingar og leiki til að gera heima í samkomubanninu. Við munum uppfæra þessa frétt og bæta einhverju nýju við nær daglega. Verið því dugleg að kíkja við og fá hugmyndir.
Vekjum einnig athygli á því að allir BH-ingar geta fengið heimsend badmintonnet frítt til að eiga heima. Sendið okkur skilaboð á Facebook eða bhbadminton@hotmail.com með upplýsingum um nafn iðkanda og heimilisfang og við komum því til ykkar. Hér er tillaga að því hvernig hægt er að setja netið upp.
Badmintonæfingar:
Æfa stutta bakhönd - best ef aðstoðarmaður kastar með undirhandarkasti
Gefa upp í glas eða bolla (sjá líka #coffeecupchallenge á Instagram) - má líka nota fötur eða önnur skotmörk
Slá á milli í stofunni - best að nota bakhandargrip og spila stutta bolta nema plássið sé þeim mun meira
Slá í vegg - þessi er erfið og mjög gott að ná 2-3 í röð en æfingin skapar meistarann
Taka upp kúluna með spaðanum - nauðsynlegt fyrir alla sem æfa badminton að kunna þetta
Þrautabraut - svipað og BH hreystibrautin í Strandgötunni
Stigaæfingar - BH-ingar þekkja stigaæfingar vel og tilvalið að gera þær líka í stofunni heima
Líka hægt að skoða ofangreindar æfingar á Youtuberás Badmintonfélags Hafnarfjarðar.
Aðrar góðar æfingar eða leikir:
Slönguspil - gaman að prenta út og spila með fjölskyldunni
Lazy monster - skemmtilegar þrekæfingar fyrir krakka
Litlu Ólympíuleikarnir - góð skemmtun fyrir fjölskyldur
Athugið að RSL á Íslandi er með fría heimsendingu á vörum sínum í samkomubanninu. Þar er hægt að kaupa spaða og kúlur í öllum verðflokkum og fá BH-ingar 20% afslátt með því að nota kóðann BH á rsl.is.
Farið vel með ykkur og verið góð hvert við annað. Þetta tímabil gengur yfir.
Yorumlar