Badmintonfólk BH 2024 eru þau Gerda Voitechovskaja og Róbert Ingi Huldarsson. Bæði voru þau tilnefnd sem íþróttafólk Hafnarfjarðarbær 2024 og fengu viðurkenningu fyrir frábæran árangur á íþróttahátíð bæjarins 27.desember.
Badmintonkonan Gerda Voitechovskaja úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar er á meðal allra bestu badmintonspilara landsins. Hún varð þrefaldur Íslandsmeistari árið 2024, sigraði bæði í einliða og tvíliðaleik á Meistaramóti Íslands og Íslandsmóti liða. Þetta í fyrsta skipti sem BH á tvöfaldan Íslandsmeistara einstaklinga í efsta flokki og jafnframt annar sigur félagsins í efstu deild í liðakeppni. Gerda sem er frá Litháen hefur búið hér á landi í um 5 ár og spilað fyrir BH öll árin. Auk þess að vinna Íslandsmótið vann Gerda bæði einliða og tvíliðaleik á Meistaramóti UMFA í september og allar keppnisgreinarnar þrjá á Meistaramóti BH og RSL í nóvember. Gerda er virkilega góð fyrirmynd sem sýnir yngri leikmönnum að aukaæfingar og að leggja sig alltaf fram skilar árangri. Hún er dugleg að gefa af sér til yngri leikmanna og starfar sem þjálfari meðfram badmintoniðkun sinni hjá TBS - Tennis og Badmintonfélag Siglufjarðar. Gerda hefur einnig verið valin badmintonkona ársins 2024 á Íslandi af Badmintonsamband Íslands
Badmintonmaðurinn Róbert Ingi Huldarsson úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar er á meðal bestu badmintonspilara landsins og Íslandsmeistari í liðakeppni. Hann var í íslenska landsliðinu sem sigraði Evrópukeppni Smáþjóða á Kýpur í nóvember og var lykilmaður í liðinu. Róbert var einnig valin í íslenska landsliðið sem keppti í undankeppni EM liða í Hollandi í desember. Hann keppti auk þess á alþjóðlegu móti í Lettlandi í ágúst þar sem hann stóð sig vel, vann bæði einliða- og tvíliðaleiki gegn sterkum andstæðingum. Róbert er mikill baráttujaxl og góð fyrirmynd sem sýnir yngri leikmönnum að það er alltaf möguleiki á sigri ef maður gefst ekki upp. Hann vinnur frábært starf í félaginu við tæknimál og að bæta umgjörð badmintonmóta.
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar þann 27. desember fengu einnig allir Íslandsmeistarar viðurkenningu frá Hafnarfjarðarbæ og þau Róbert Ingi Huldarsson og Una Hrund Örvar fengu sérstaka viðurkenningu fyrir sigurinn á Evrópukeppni Smáþjóða í nóvember.
Eftirfarandi voru Íslandsmeistarar unglinga 2024:
Lilja Guðrún Kristjánsdóttir, 1.sæti í einliða og tvíliðaleik í U11A
Silja Rós Sigurðardóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í U11A
Kári Bjarni Kristjánsson, 1.sæti í tvíliðaleik í U11A
Erik Valur Kjartansson, 1.sæti í einliðaleik í U13A og tvíliðaleik í U15A
Aron Snær Kjartansson, 1.sæti í einliðaleik í U13B
Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, 1.sæti í einliða, tvíliða og tvenndarleik í U17A
Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í einliða, tvíliða og tvenndarleik í U17A
Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í U17A
Eftirfarandi voru Íslandsmeistarar í fullorðinsflokkum:
Gerda Voitechovskaja, Íslandsmeistari í einliða og tvíliðaleik kvenna Úrvalsdeild (efsta deild)
Katla Sól Arnarsdóttir, Íslandsmeistari í einliðaleik og tvíliðaleik kvenna í 1.deild
Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna í 1.deild
Steinþór Emil Svavarsson, Íslandsmeistari í einliðaleik karla í 1.deild
Kristján Daníelsson, Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla í 1.deild
Kristján Ásgeir Svavarsson, Íslandsmeistari í einliðaleik karla í 2.deild
Jón Víðir Heiðarsson, Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla í 2.deild
Jón Sverrir Árnason, Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla í 2.deild
Eftirfarandi voru Íslandsmeistarar í liðakeppni 2023-2024:
Gerda Voitechovskaja, úrvalsdeild
Róbert Ingi Huldarsson, úrvalsdeild
Gabríel Ingi Helgason, úrvalsdeild
Drífa Harðardóttir (ÍA), úrvalsdeild
Til hamingju frábæra badmintonfólk 🥳
Comments