top of page
Search

Allir með í badminton

Sunnudaginn 26.janúar förum við hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar af stað með nýjan æfingahóp sem kallast Allir með í badminton. Hópurinn er fyrir fólk á öllum aldri með þroskahömlun, hreyfihömlun eða aðrar sérþarfir og áhuga á að prófa badminton.


Æfingarnar verða á sunnudögum klukkan 16:00-17:00 í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Fyrsta æfing verður 26.janúar og er önnin til 25. maí. Skráning fer fram hér í Abler. Velkomið að koma í prufutíma áður en skráð er.


Þjálfari er Sólrún Anna Ingvarsdóttir badmintonþjálfari og íþróttafræðinemi. Hún fær með sér aðstoðarfólk eftir þörfum.


Hægt er að fá lánaða spaða frítt á staðnum og tekið vel á móti öllum.


Það gætu orðið tilfærslur á æfingatímanum einhver skipti vegna viðburða í húsinu en við látum skráða vita um það í Abler appinu og með tölvupósti ásamt því að setja tilkynningu á vef félagsins og Facebook síðu.











Comments


bottom of page